Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur Runólfur Ágústsson skrifar 14. júní 2024 13:30 Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Runólfur Ágústsson Tengdar fréttir Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur.
Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar