Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 15:24 Arnarlax hefur fengið starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Þessar kvíar eru í Patreksfirði. Vísir/Einar Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Sjá meira