Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 15:24 Arnarlax hefur fengið starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Þessar kvíar eru í Patreksfirði. Vísir/Einar Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira