Aukin sala áfengis ógnar grundvallarmarkmiðum lýðheilsu Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 17:31 Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar