Lífið

Arnar Þór selur Arnarneshöllina

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Arnar Þór ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur á kjördag.
Arnar Þór ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur á kjördag.

Arnar Þór Jónsson fyrrverandi forsetaframbjóðandi og héraðsdómari hefur sett 400 fermetra einbýli á Arnarnesi á sölu. „Eitt fallegasta einbýlishús landsins“, segir í lýsingu fasteignasalans.

Eignina má finna á fasteignavef Vísis en Smartland greindi fyrst frá sölunni.

Um er að ræða 400 fermetra einbýli. 

„Eldhús er stórt og bjart, opið inn í borðstofu. Dagstofa snýr út að sjónum og þaðan er einstakt útsýni allt til Snæfellsjökuls. Svefnherbergi eru alls 5, baðherbergi 3. Þvottahús er rúmgott með góðu skápaplássi. Stór bílskúr. Sjónvarpsherbergi er rúmgott og hátt til lofts. Eikarparket á gólfum, en náttúruflísar á öllum votrýmum og við inngang. Pallar allt í kringum húsið. Heitur pottur með útsýni út á sjó,“ segir í lýsingu.

Húsið að framan
Garðurinn.
Útsýni.
Fallegt rými.

Arnar Þór sinnti dómarastörfum áður en hann hélt í pólitík og loks forsetaframboð. Þar vakti hann athygli fyrir frumlega nálgun á ýmis málefni. Hann hlaut að lokum 5,1 prósent atkvæða. Að kosningum loknum ýjaði hann að stofnun nýs stjórnmálaflokks og hundskammaði þjóðina sem hann segir fljóta sofandi að feigðarósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×