Innlent

Bein útsending: Braut­skráningar Há­skóla Ís­lands

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jón Atli Benediktsson rektor HÍ ávarpaði útskriftarefni.
Jón Atli Benediktsson rektor HÍ ávarpaði útskriftarefni. Háskóli Íslands

Háskóli Íslands brautskráir 2.652 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag. Sem fyrr verður brautskráð í tvennu lagi og fara brautskráningarathafnirnar fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Vísir mun streyma frá athöfnunum. 

Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hefst klukkan tíu, taka kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Félagsvísindasviði, Heilbrigðisvísindasviði og Hugvísindasviði við prófskírteinum sínum. Samtals brautskrást 779 frá Félagsvísindasviði, 635 frá Heilbrigðisvísindasviði og 328 frá Hugvísindasviði. 

Í brautskráningarhópnum eru meðal annars fyrsti nemandinn sem lýkur námi af námsleið í alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun, sem er alfarið kennd á ensku, og fyrsti nemandinn sem brautskráist með meistaragráðu í afbrotafræði frá skólanum.

Seinni athöfnina, sem hefst klukkan 13.30, sækja kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Menntavísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Alls brautskrást 648 frá Menntavísindasviði og 262 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Beina útsendingu af brautskráningarathöfnunum má nálgast hér að neðan.

Líkt og áður mun Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytja ávarp við athafnirnar og þá munu Ingvar Þór Björnsson, sem útskrifast með BA-gráðu í sagnfræði, og Berglind Bjarnadóttir, sem brautskráist með BS-próf í lífefna- og sameindalíffræði, ávarpa gesti fyrir hönd brautskráningarkandídata á athöfnunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×