Erlent

Katrín kemur fram í fyrsta sinn frá krabbameinsgreiningu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Katrín ásamt börnum sínum, Lúðvík prins og Karlottu prinsessu, í hestvagni í skrúðgöngunni í dag. 
Katrín ásamt börnum sínum, Lúðvík prins og Karlottu prinsessu, í hestvagni í skrúðgöngunni í dag.  Getty

Katrín prinsessa af Wales kom opinberlega fram í fyrsta skipti í dag síðan hún greindist með krabbamein og gekkst undir aðgerð í janúar. 

Katrín verður við skrúðgöngna Trooping the Colour, sem haldin er í tilefni afmælis Karls Bretakonungs. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sendi Katrín frá sér skilaboð þess efnis að krabbameinsmeðferðin gengi vel.

Hún er sögð munu taka þátt í skrúðgöngunni og veifa frá svölum Buckingham-hallar ásamt fjölskyldu sinni. 

Glöggir vita að fæðingardagur Karls Bretakonungs er 14. nóvember, sem er eftir tæpt hálft ár. En vegna þess að afmælisdagur hans er um vetur er honum gefinn annar afmælisdagur yfir sumarið til að tryggja gott veður við afmælishátíð hans. 

Tilgangur skrúðgöngunnar er að hylla kónginn og breska herinn. Meira en 1400 hermenn taka þátt í göngunni, auk tvö hundruð hesta. Þá leika meira en fjögur hundruð tónlistarmenn tónlist í göngunni. 

Katrín klæðist glæsilegum hvítum kjól í tilefni dagsins eins og sjá má hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×