Innlent

Rútuslys í Öxnadal og meintar rang­færslur ráð­herra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
boæl

Fimm voru fluttir til á Landspítalann með sjúkraflugi eftir að rúta með 22 farþega valt í Öxnadal í gær. Ekki er vitað um líðan þessara fimm sem voru mest slasaðir en rannsókn er enn á frumstigi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Þá verður rætt við formann Ungra umhverfissinna, sem segir ýmislegt við nýboðaðan aðgerðapakka stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Eins segir hann ráðherra hafa farið með rangt mál þegar aðgerðir voru kynntar í gær.

Og í hádegisfréttum fáum við að heyra í Bláa hernum, sem hefur það að markmiði að hreinsa upp strendur landsins. Eins kíkjum við til Vestmannaeyja, þar sem Pæjumótið nær hápunkti í dag.

Klippa: Hádegisfréttir 15. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×