Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2024 12:12 Finnur Ricart Andrason er formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Arnar Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur. Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur.
Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira