Fótbolti

Yngstur í sögunni: Fagnaði á­fanganum með stoðsendingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lamine Yamal í leik dagsins.
Lamine Yamal í leik dagsins. AP Photo/Sergei Grits

Lamine Yamal er yngsti leikmaður í sögu Evrópumóts karla í fótbolta. Hann byrjaði leik Spánar og Króatíu í B-riðli fyrr í dag. Gaf hann eina stoðsendingu í 3-0 sigri Spánverja.

Yamal komst í fréttirnar á dögunum því hann tók heimanámið með sér þegar spænska liðið hóf undirbúning fyrir mótið. Námið virðist ekki hafa truflað Yamal mikið sem ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti í dag.

Hann var í byrjunarliði Spánar og varð um leið yngsti leikmaðurinn til að spila á EM karla. Er hann eini leikmaður sögunnar til að spila á mótinu áður en hann fagnar 17 ára afmæli sínu.

Yamal er aðeins 16 ára og 338 daga gamall. Til að mynda var Jude Bellingham 17 ára og 349 daga gamall þegar hann spilaði fyrir England á EM 2020 (sem fram fór 2021). 

Hér að neðan má sjá fimm yngstu leikmenn í sögu Evrópumótsins.

  1. Lamine Yamal [Spánn] - 16 ára og 338 daga gamall [EM 2024]
  2. Kacper Kozlowski [Pólland] - 17 ára og 246 daga gamall [EM 2020]
  3. Jude Bellingham [England] - 17 ára og 349 days [EM 2020]
  4. Jetro Willems [Holland] - 18 ára og 71 dags gamall [EM 2012]
  5. Enzo Scifo [Belgía] - 18 ára og 115 daga gamall [EM 1984]

Tengdar fréttir

Spán­verjar kláruðu dæmið í fyrri hálf­leik

Spánn byrjar Evrópumót karla í knattspyrnu á 3-0 sigri gegn Króatíu. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Það verður seint að lokatölurnar gefi fullkomlega rétt mynd af leiknum en að því er einfaldlega ekki spurt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×