Innlent

Laxateljari greinir eldislaxa frá villtum löxum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Teljarinn í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. 
Teljarinn í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp.  Hafrannsóknarstofnun

Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa komið fyrir laxateljara í fiskveginum við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að teljarinn geti bæði greint fjölda villtra fiska og um um eldisfiska sé að ræða. Þær upplýsingar sem fást með teljaranum séu meðal annars nýttar í þeirri vöktun sem tengist áhættumati erfðablöndunar.

Teljarinn er settur niður snemmsumars og tekinn upp að hausti.


Tengdar fréttir

Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda

Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis.

Eldislax slapp úr landi og út í sjó

Eldislax strauk úr fiskeldisstöð Arctic Smolt að Norður-Botni í Tálknafirði á föstudag. Matvælastofnun barst tilkynning frá stöðinni um strokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×