Erlent

Netanjahú leysir stríðsráðið upp

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rúm vika er síðan Benny Gantz sagði sig úr þjóðstjórninni.
Rúm vika er síðan Benny Gantz sagði sig úr þjóðstjórninni. AP

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 

AP hefur þetta eftir embættismönnum í Ísrael. Búist er við að Netanjahú fundi í dag með nokkrum ráðherrum um framhaldið, þar á meðal Yoav Gallant og Ron Dermer, en þeir sátu báðir í stríðsráðinu. 

Tveir ráðherrar í ríkisstjórnarsamstarfi Netanjahús, Bezalel Smotrich fjármálaráðherra og Itamar Ben-Gvir þjóðaröryggisráðherra hafa krafið Netanjahú um sæti í stríðsráðinu. 

Stríðsráðið var myndað þegar Benny Gantz gekk í ríkisstjórn Netanjahús eftir að hann lýsti yfir stríði í október í fyrra. Auk Gantz sátu meðal annars Gadi Eisenkot flokksbróðir hans og Aryeh Deri formaður trúarflokksins Shas, í ráðinu.

Gantz og Eisenknot hættu báðir í þjóðstjórninni í síðustu viku og gáfu þær skýringar að Netanjahú hefði mistekist í að mynda hernaðaráætlun fyrir stríðið á Gasa. 


Tengdar fréttir

Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú

Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. 

Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur

Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×