Innlent

Fjall­konan í ár er Ebba Katrín

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan á áttatíu ára afmæli lýðveldisins. 
Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan á áttatíu ára afmæli lýðveldisins.  Vísir/Vilhelm

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er fjallkonan í ár. Hún flutti á­varp á há­tíðar­at­höfn á Austur­velli í dag.

Mikil leynd hvílir á­valt yfir því hver mun fara með hlut­verk fjall­konunnar þar til hún gengur út úr Al­þingis­húsinu klædd skaut­búningnum.

Ávarpið sem Ebba Katrín flutti við athöfnina samdi Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur og grínisti. 

Skaut­búningurinn er í vörslu Ár­bæjar­safns og við hann er stokk­belti með víniðar­munstri úr silfri og brjóst­næla í stíl.

Fjall­konan er tákn Ís­lands en hún var fyrst nefnd í kvæði Bjarna Thoraren­sen, Eld­gamla Ísa­fold, sem var ort á fyrsta ára­tug 19. aldar.

Hug­myndin um konu sem tákn Ís­lands kom þó fram fyrr, í kvæði Eggerts Ólafs­sonar, Of­sjónir, frá árinu 1752.

Ebba Katrín hefur nýlega hlotið mikla athygli fyrir leik sinn, bæði á sviði og á skjánum. Hún starfar sem stendur í Þjóðleikhúsinu þar sem hún leikur í einleiknum Orð gegn orði, Frosti og Ellen B.

Hún hefur komið fram í sýningum og sjónvarpsþáttum á borð við Rómeó og Júlíu, Venjulegt fólk, Mannasiðir, Agnes Joy og Húsó. Þá lék hún Uglu í leikritinu Atómstöðinni-endurliti og fékk Grímuverðlaun fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×