Hvergi betra að búa en á Íslandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 14:21 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. Stjórnarráðið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp á Austurvelli í dag á áttatíu ára afmæli lýðveldisins. Hann sagði að það hefði þurft kjark og óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslensku þjóðarinnar til að berjast fyrir fullveldinu. Lýðveldissan hafi einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Nú sé hvergi betra að búa en hér. „Það er sannarlega tilefni til að gleðjast á þessum tímamótum þegar við fögnum 80 árum frá stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar,“ sagði Bjarni. Hann þakkaði svo sérstaklega Ingridu Simonyté, forsætisráðherra Litháens, fyrir að koma til Íslands og fagna deginum með okkur. Mikil vinátta sé milli þjóðanna. Stórtækar framfarir á öllum sviðum og hvergi betra að vera „Lýðveldissagan hefur einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Drifkraftar framfaranna hafa verið sjálfstæði okkar og fullveldi, lýðræðið, frelsi til orðs og æðis, menntun, sjálfbær nýting auðlinda okkar, alþjóðasamvinna og síðast en ekki síst friður í okkar heimshluta,“ sagði forsætisráðherra. Íslenska þjóðin hafi verið í stöðugri sókn til bættra lífskjara sem birtist m.a. í betri heilsu, meira jafnrétti, meira frelsi á öllum sviðum, fjölgun landsmanna, fjölbreyttari atvinnustarfsemi, sterkra félags- og efnahagslegra innviða og vaxandi kaupmáttar. Við hugsum því með þakklæti til horfinna kynslóða sem lögðu grunn að samfélagi samtímans. Ef við hefðum val um það hvenær í Íslandssögunni allri við mættum koma í heiminn, væri enginn vafi á því að við myndum velja daginn í dag. Þá minnti forsætisráðherra á að íslenska þjóðin sýni best úr hverju hún er gerð við erfiðar aðstæður. Á það hafi reynt þegar heimabæ á fjórða þúsund landsmanna er ógnað af jarðeldum. Þá standi þjóðin saman, öll sem eitt, með bæjarbúum. Áhyggjur af lýðræði og neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla „Í okkar heimshluta eru vaxandi áhyggjur af lýðræðinu, neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla, teikn eru um aukna skautun, netárásir og undirróðursöfl sem skeyta engu um framtíð landsmanna. Hraði í samskiptum hefur aukist með eindæmum og athyglin styst að sama marki,“ sagði forsætisráðherra. Falsfréttir flæði um netheima í harðri samkeppni við sannleikann, og oft skorti gagnrýna hugsun til að greina þar á milli. Upphrópanir og skilaboð í stuttum myndskeiðum séu allsráðandi og rúmi ekki dýpt flóknari mála. „Lýðræðið er sverð okkar og skjöldur gegn hvers konar ytri og innri ógn,. Fjöregg þjóðarinnar,“ sagði Bjarni, og ítrekaði að fátt sé verðmætara en að viðhalda getunni til málefnalegra, opinna skoðanaskipta og sameiginlegrar ákvarðanatöku. Óskaði Höllu velfarnaðar og þakkaði Guðna fyrir störf í þágu lands og þjóðar „Með okkur situr nú hæstvirtur sjötti forseti Íslands sem senn lætur af störfum og ég vil nota tækifærið og færa honum bestu þakkir fyrir störf í þágu lands og þjóðar. Í sumar tekur við sjöundi forseti lýðveldisins, Halla Tómasdóttir, og við óskum henni öll velfarnaðar,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að styrkur okkar væri víðar en í lýðræðinu. „Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga auðugan menningararf. Íslendingasögurnar og íslenskar bókmenntir eiga ríkan þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar. Íslenskan er lykill að þeim auðæfum,“ sagði Bjarni, og flutti svo fyrstu tvö erindi ljóðsins Hver á sér fegra föðurland. Ræðu Bjarna í heild sinni má finna hér, en aðeins var stiklað á stóru hér í þessari umfjöllun. Bjarni gerir ljóð skáldins Huldu, Hver á sé fegra föðurland, að umtalsefni ásamt því að vitna í Jóhannes heitinn Nordal um hættur sem stafa að samfélaginu. Þá var saga lýðveldisstofnunarinnar reifuð og vitnað var í vangaveltur Bjarna Benediktssonar eldri, um fullveldisbaráttuna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Það er sannarlega tilefni til að gleðjast á þessum tímamótum þegar við fögnum 80 árum frá stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar,“ sagði Bjarni. Hann þakkaði svo sérstaklega Ingridu Simonyté, forsætisráðherra Litháens, fyrir að koma til Íslands og fagna deginum með okkur. Mikil vinátta sé milli þjóðanna. Stórtækar framfarir á öllum sviðum og hvergi betra að vera „Lýðveldissagan hefur einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Drifkraftar framfaranna hafa verið sjálfstæði okkar og fullveldi, lýðræðið, frelsi til orðs og æðis, menntun, sjálfbær nýting auðlinda okkar, alþjóðasamvinna og síðast en ekki síst friður í okkar heimshluta,“ sagði forsætisráðherra. Íslenska þjóðin hafi verið í stöðugri sókn til bættra lífskjara sem birtist m.a. í betri heilsu, meira jafnrétti, meira frelsi á öllum sviðum, fjölgun landsmanna, fjölbreyttari atvinnustarfsemi, sterkra félags- og efnahagslegra innviða og vaxandi kaupmáttar. Við hugsum því með þakklæti til horfinna kynslóða sem lögðu grunn að samfélagi samtímans. Ef við hefðum val um það hvenær í Íslandssögunni allri við mættum koma í heiminn, væri enginn vafi á því að við myndum velja daginn í dag. Þá minnti forsætisráðherra á að íslenska þjóðin sýni best úr hverju hún er gerð við erfiðar aðstæður. Á það hafi reynt þegar heimabæ á fjórða þúsund landsmanna er ógnað af jarðeldum. Þá standi þjóðin saman, öll sem eitt, með bæjarbúum. Áhyggjur af lýðræði og neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla „Í okkar heimshluta eru vaxandi áhyggjur af lýðræðinu, neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla, teikn eru um aukna skautun, netárásir og undirróðursöfl sem skeyta engu um framtíð landsmanna. Hraði í samskiptum hefur aukist með eindæmum og athyglin styst að sama marki,“ sagði forsætisráðherra. Falsfréttir flæði um netheima í harðri samkeppni við sannleikann, og oft skorti gagnrýna hugsun til að greina þar á milli. Upphrópanir og skilaboð í stuttum myndskeiðum séu allsráðandi og rúmi ekki dýpt flóknari mála. „Lýðræðið er sverð okkar og skjöldur gegn hvers konar ytri og innri ógn,. Fjöregg þjóðarinnar,“ sagði Bjarni, og ítrekaði að fátt sé verðmætara en að viðhalda getunni til málefnalegra, opinna skoðanaskipta og sameiginlegrar ákvarðanatöku. Óskaði Höllu velfarnaðar og þakkaði Guðna fyrir störf í þágu lands og þjóðar „Með okkur situr nú hæstvirtur sjötti forseti Íslands sem senn lætur af störfum og ég vil nota tækifærið og færa honum bestu þakkir fyrir störf í þágu lands og þjóðar. Í sumar tekur við sjöundi forseti lýðveldisins, Halla Tómasdóttir, og við óskum henni öll velfarnaðar,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að styrkur okkar væri víðar en í lýðræðinu. „Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga auðugan menningararf. Íslendingasögurnar og íslenskar bókmenntir eiga ríkan þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar. Íslenskan er lykill að þeim auðæfum,“ sagði Bjarni, og flutti svo fyrstu tvö erindi ljóðsins Hver á sér fegra föðurland. Ræðu Bjarna í heild sinni má finna hér, en aðeins var stiklað á stóru hér í þessari umfjöllun. Bjarni gerir ljóð skáldins Huldu, Hver á sé fegra föðurland, að umtalsefni ásamt því að vitna í Jóhannes heitinn Nordal um hættur sem stafa að samfélaginu. Þá var saga lýðveldisstofnunarinnar reifuð og vitnað var í vangaveltur Bjarna Benediktssonar eldri, um fullveldisbaráttuna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira