Fótbolti

Til Evrópu- og Spánar­meistara Barcelona fyrir met­fé

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Færir sig til Barcelona eftir að raða inn mörkum og titlum í Þýskalandi.
Færir sig til Barcelona eftir að raða inn mörkum og titlum í Þýskalandi. Fabian Strauch/Getty Images

Ewa Pajor, samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg og stjörnuframherji pólsak landsliðsins, er gengin í raðir stórliðs Barcelona. Talið er að Börsungar borgi hálfa milljón evra fyrir leikmanninn eða 75 milljónir íslenskra króna.

Hin 27 ára gamla Pajor er talin einn besti framherji heims í dag. Hún hefur spilað með Wolfsburg í Þýskalandi frá 2015 en þar áður spilaði hún með Medyk Konin í heimalandinu.

Pajor er sannkölluð markadrottning og stóð uppi sem markahæsti leikmaður efstu deildar Þýskalands á síðustu leiktíð en varð að sætta sig við að lenda í öðru sæti þar sem Bayern München stóð uppi sem þýskur meistari.

Alls hefur Pajor skorað 136 í 196 leikjum fyrir Wolfsburg og raðað inn titlum. Hún hefur fimm sinnum orðið Þýskalandsmeistari, níu sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum komist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en alltaf beðið lægri hlut.

Hún er nú mætt til stórliðs Barcelona og vonast til að taphrinu sinni í úrslitum Meistaradeildarinnar sé lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×