Boston Celtics NBA-meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 06:30 Jaylen Brown og liðsfélagar hans í Boston Celtics fagna titlinum í nótt. Getty/Elsa Boston Celtics endaði sextán ára bið félagsins eftir NBA titli í nótt en liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvíginu á móti Dallas Mavericks með afar sannfærandi átján stiga sigri, 106-88, á heimavelli sínum í Boston. Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira