Hlaupadrottningin með Bs í læknisfræði: „Erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir sést hér eftir sigur sinn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið ófá hlaupin á síðustu mánuðum en með fram öllum keppnunum sínum var hún líka að klára erfiðasta og lengsta hlaupið í hennar lífi. Það fór hins vegar fram utan keppnisvallarins. Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira