Neyðarkall!!! Fleiri hjúkrunarrými strax! Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 18. júní 2024 11:00 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnvöld verða að bregðast við vandanum af festu. Úttektir heilbrigðisráðuneytisins sýna skýrt fram á þörfina fyrir fleiri hjúkrunarrými, en hingað til hefur skort raunverulegan pólitískan vilja til að mæta skortinum. Loforð um eflingu heimahjúkrunar hafa ekki gengið eftir og ein og sér mun heimahjúkrun aldrei geta leyst vandann, sérstaklega þar sem fjöldi mjög aldraðra einstaklinga mun stóraukast á komandi árum. Lausnin felst í markvissu átaki til uppbyggingar hjúkrunarrýma. Til lengri tíma litið er fjárfesting í öldrunarþjónustu ekki aðeins siðferðileg nauðsyn heldur einnig skynsamleg hagfræðilega séð, þar sem hún dregur úr kostnaði og álagi á aðra þætti heilbrigðiskerfisins. Aðgerðaleysi mun á hinn bóginn leiða til sívaxandi vandamála. Núverandi áform um flutning aldraðra langt frá heimahögum og aðstandendum, sýna hversu alvarlegur skorturinn á hjúkrunarrýmum er orðinn. Slíkar neyðarráðstafanir ættu ekki að líðast í velferðarsamfélagi. Ríkisstjórnin hefur haft tæp 7 ár til að grípa til aðgerða í málaflokknum en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýjum hjúkrunarheimilum á hennar vakt. Við verðum að forgangsraða málefnum aldraðra og tryggja öllum öldruðum einstaklingum aðgang að þeirri umönnun sem þeir þurfa. Tíminn til að bregðast við er núna. því fyrr sem við hefjumst handa, því betra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Flokkur fólksins Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnvöld verða að bregðast við vandanum af festu. Úttektir heilbrigðisráðuneytisins sýna skýrt fram á þörfina fyrir fleiri hjúkrunarrými, en hingað til hefur skort raunverulegan pólitískan vilja til að mæta skortinum. Loforð um eflingu heimahjúkrunar hafa ekki gengið eftir og ein og sér mun heimahjúkrun aldrei geta leyst vandann, sérstaklega þar sem fjöldi mjög aldraðra einstaklinga mun stóraukast á komandi árum. Lausnin felst í markvissu átaki til uppbyggingar hjúkrunarrýma. Til lengri tíma litið er fjárfesting í öldrunarþjónustu ekki aðeins siðferðileg nauðsyn heldur einnig skynsamleg hagfræðilega séð, þar sem hún dregur úr kostnaði og álagi á aðra þætti heilbrigðiskerfisins. Aðgerðaleysi mun á hinn bóginn leiða til sívaxandi vandamála. Núverandi áform um flutning aldraðra langt frá heimahögum og aðstandendum, sýna hversu alvarlegur skorturinn á hjúkrunarrýmum er orðinn. Slíkar neyðarráðstafanir ættu ekki að líðast í velferðarsamfélagi. Ríkisstjórnin hefur haft tæp 7 ár til að grípa til aðgerða í málaflokknum en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýjum hjúkrunarheimilum á hennar vakt. Við verðum að forgangsraða málefnum aldraðra og tryggja öllum öldruðum einstaklingum aðgang að þeirri umönnun sem þeir þurfa. Tíminn til að bregðast við er núna. því fyrr sem við hefjumst handa, því betra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar