„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2024 12:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir málið stranda hjá Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Arnar Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf. Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðum við flugvellina á Akureyri og á Egilstöðum og á Reykjavíkurflugvelli í þessari viku. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir óvíst hvort það gangi eftir þótt fyrirtækið sé tilbúið að hefja gjaldtöku. „Við erum að undirbúa hana á fullu og reiknuðum með að setja hana í gang núna nítjánda eða tuttugasta og erum í rauninni að bíða eftir afgerandi svörum frá ráðuneytinu. Við töldum okkur vera með gildan þjónustusamning en eins og hefur komið fram í fréttum þá á fjármálaráðherra eftir að staðfesta hann. En við töldum okkur engu að síður vera með samþykki ráðuneytisins fyrir þessu. Þannig að þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu og ég er í rauninni bara að bíða fregna með það hvað ráðherra hyggst gera,“ segir Sigrún. Til að gjaldtaka verði að veruleika dugi ekki til að ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra undirriti samninginn. Allir samningar þurfi samþykki fjármálaráðuneytisins til þess að öðlast endanlegt gildi og því sé beðið eftir undirritun Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Sigrún Björk kveðst ekki vita á hverju strandar. „Nei alls ekki. Af því að samningurinn er gerður á milli innviðaráðuneytisins og okkar um framkvæmd þessara verkefna sem við höfum með höndum fyrir þetta ráðuneyti varðandi rekstur þessara flugvalla og ég hef ekki fengið upplýsingar um það á hverju strandar,“ segir Sigrún. Áformin um gjaldtöku hafa mætt töluverðri andstöðu íbúa Norðausturkjördæmis. Meðal annars hefur lögmæti gjaldtökunnar verið dregið í efa í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir sveitarfélagið Múlaþing, og þá hafa þingmenn kjördæmisins, bæði úr röðum Vinstri Grænna og Framsóknarflokks auk annarra, lýst andstöðu við gjaldtökuna. Uppfært klukkan 12:55 Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu styður ráðuneytið áform Isavia innanlands ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf. um að hefja umrædda gjaldtöku. Ráðuneytið hefur aftur á móti sent bréf til Isavia ohf. þar sem þess er farið á leit við félagið að það beiti sér þó fyrir því „að dótturfélagið innheimti ekki bílastæðagjöld af einstaklingum sem fljúga þurfa frá tilteknum innanlandsflugvelli til að fá læknisþjónustu og fljúga aftur til sama flugvallar sama dag,“ að því er segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Isavia ohf.
Bílastæði Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira