Heilsaði upp á meint fórnarlömb sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2024 16:13 Quang Le var bæði einn umsvifamesti veitingamaður landsins auk þess að reka gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur. Hann er grunaður um mansal og skipulagða glæpastarfsemi. vísir Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða. Quang Le, sem hefur á pappírum notast við nafnið Davíð Viðarssonn, hafði verið bak við lás og slá síðan í mars þegar honum var sleppt úr haldi um helgina. Hann sætir þó tólf vikna farbanni á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi í tengslu við umfangsmikinn veitingahúsa- og gistirekstur. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór Quang Le í heimsókn á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu á sunnudag. Þar starfar fyrrverandi starfsfólk hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mætti hann með sólgleraugun uppi og heilsaði starfsfólkinu fyrrverandi alvarlegur í bragði áður en hann yfirgaf svæðið. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, segist hafa búist frekar við þessu en hitt og varað við því. Náð miklum tökum á fólkinu „Þetta er pínu dæmigert í mansalsmálum. Gerandinn hefur náð svo miklum tökum á þessu fólki yfir langan tíma og hugsanlega hagnast mikið á því, miðað við það sem við vitum. Það kemur ekki á óvart að gerandinn reyni aftur að ná tökum á þolendunum,“ segir Saga. „Þess vegna höfum við fundað með ætluðum þolendum til að reyna að styrkja þau svo þau standi sterkar og vonandi viti að þau þurfi ekki að vera undir hælnum á honum. Við vonumst til að þau séu í þannig stöðu núna að hannn nái þeim ekki aftur á sitt band. En það er hætta á því.“ Fram hefur komið að Quang Le sé grunaður um að hafa þegið greiðslu upp á milljónir króna frá fólki gegn aðstoð við að útvega vinnu og dvalarleyfi hér á landi. Fólkið hafi svo starfað hjá Quang Le, fengið greidd laun samkvæmt samningi en þurft að endurgreiða hluta launanna til hans í formi reiðufjár. „Miðað við það sem við vitum hefur hann verið að vinna í þessu fólki í mörg ár og var lengi vel helsta uppspretta upplýsinga fyrir þau,“ segir Saga og vísar til þess að fólkið hafi lagt traust sitt á hann. Hún minnir á að ætlaðir þolendur séu að líkindum vitni í málinu. „Maður veltir fyrir sér hvort að lögregla sé ekki meðvituð um að tryggja vernd vitna og ekki sé reynt að hafa áhrif á þau.“ Réttarbeiðni til Víetnam Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu hafði ekki heyrt af heimsókn Quang Le á veitingastað þar sem hans fyrrverandi starfsfólk starfaði. Hann tók þó fram að það þýddi ekki að slík ábending hefði ekki borist lögreglu enda Grímur ekki sjálfur inni í öllum þáttum rannsóknarinnar. Hann ætlaði að kanna málið. Hann segir of snemmt að segja hvenær rannsókn málsins ljúki. Í augnablikinu sé útistandandi réttarbeiðni til erlends ríkis þaðan sem engin gögn hafi enn borist. Meintir þolendur mansals eru frá Víetnam eins og Quang Le sjálfur svo telja má líklegt að réttarbeiðnin hafi verið send þangað þótt Grímur segist ekki geta tjáð sig ítarlegar um réttarbeiðnina. Fram kom á dögunum að lögregla hefði farið í maí farið í húsleit í tengslum við málið og notast við fíkniefnahunda við leitina. Þrír voru handteknir og sleppt að lokinni yfirheyrslu. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09 Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. 17. maí 2024 09:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Quang Le, sem hefur á pappírum notast við nafnið Davíð Viðarssonn, hafði verið bak við lás og slá síðan í mars þegar honum var sleppt úr haldi um helgina. Hann sætir þó tólf vikna farbanni á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi í tengslu við umfangsmikinn veitingahúsa- og gistirekstur. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór Quang Le í heimsókn á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í hádeginu á sunnudag. Þar starfar fyrrverandi starfsfólk hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mætti hann með sólgleraugun uppi og heilsaði starfsfólkinu fyrrverandi alvarlegur í bragði áður en hann yfirgaf svæðið. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, segist hafa búist frekar við þessu en hitt og varað við því. Náð miklum tökum á fólkinu „Þetta er pínu dæmigert í mansalsmálum. Gerandinn hefur náð svo miklum tökum á þessu fólki yfir langan tíma og hugsanlega hagnast mikið á því, miðað við það sem við vitum. Það kemur ekki á óvart að gerandinn reyni aftur að ná tökum á þolendunum,“ segir Saga. „Þess vegna höfum við fundað með ætluðum þolendum til að reyna að styrkja þau svo þau standi sterkar og vonandi viti að þau þurfi ekki að vera undir hælnum á honum. Við vonumst til að þau séu í þannig stöðu núna að hannn nái þeim ekki aftur á sitt band. En það er hætta á því.“ Fram hefur komið að Quang Le sé grunaður um að hafa þegið greiðslu upp á milljónir króna frá fólki gegn aðstoð við að útvega vinnu og dvalarleyfi hér á landi. Fólkið hafi svo starfað hjá Quang Le, fengið greidd laun samkvæmt samningi en þurft að endurgreiða hluta launanna til hans í formi reiðufjár. „Miðað við það sem við vitum hefur hann verið að vinna í þessu fólki í mörg ár og var lengi vel helsta uppspretta upplýsinga fyrir þau,“ segir Saga og vísar til þess að fólkið hafi lagt traust sitt á hann. Hún minnir á að ætlaðir þolendur séu að líkindum vitni í málinu. „Maður veltir fyrir sér hvort að lögregla sé ekki meðvituð um að tryggja vernd vitna og ekki sé reynt að hafa áhrif á þau.“ Réttarbeiðni til Víetnam Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu hafði ekki heyrt af heimsókn Quang Le á veitingastað þar sem hans fyrrverandi starfsfólk starfaði. Hann tók þó fram að það þýddi ekki að slík ábending hefði ekki borist lögreglu enda Grímur ekki sjálfur inni í öllum þáttum rannsóknarinnar. Hann ætlaði að kanna málið. Hann segir of snemmt að segja hvenær rannsókn málsins ljúki. Í augnablikinu sé útistandandi réttarbeiðni til erlends ríkis þaðan sem engin gögn hafi enn borist. Meintir þolendur mansals eru frá Víetnam eins og Quang Le sjálfur svo telja má líklegt að réttarbeiðnin hafi verið send þangað þótt Grímur segist ekki geta tjáð sig ítarlegar um réttarbeiðnina. Fram kom á dögunum að lögregla hefði farið í maí farið í húsleit í tengslum við málið og notast við fíkniefnahunda við leitina. Þrír voru handteknir og sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08 Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09 Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. 17. maí 2024 09:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. 16. júní 2024 19:08
Lögregla fámál um húsleit í máli Davíðs Viðarssonar Lögregla vill lítið tjá sig um húsleit sem framkvæmd var í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á máli Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le. Rannsóknin er afar umfangsmikil og þrír hinna grunuðu hafa setið í gæsluvarðhaldi í að verða 14 vikur. 12. júní 2024 14:09
Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. 17. maí 2024 09:27