Boston Celtics varð NBA-meistari eftir sannfærandi sigur á Dallas Mavericks í nótt, vann Celtics einvígið 4-1 og er án alls efa besta lið deildarinnar í dag.
Liðið varð síðast meistari árið 2008 og borgin því beðið í dágóða stund eftir næsta titli. Það má segja að fagnaðarlæti borgarbúa hafi verið eftir því en hér að neðan má sjá hluta af stemningunni. Hún var um tíma á mörkunum við að fara yfir strikið.