„Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild“ Sverrir Mar Smárason skrifar 18. júní 2024 22:06 Viktor Jónsson skoraði í kvöld, líkt og hann gerði á þessari mynd. Hulda Margrét Skagamenn unnu góðan 2-1 heimasigur á erkifjéndum sínum í KR í Bestu deild karla á Akranesi í kvöld. Skagamenn höfðu ekki unnið KR í efstu deild síðan árið 2016. Viktor Jónsson, framherji ÍA var mjög sáttur í leikslok. „Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum. Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
„Já þetta var mjög ljúft. Við töluðum um það fyrir leikinn að það væru átta ár síðan að ÍA vann KR og það væri löngu kominn tími til. Fengum frábært tækifæri í dag og vorum staðráðnir í því að sækja sigur,“ sagði Viktor Jónsson. Skagamenn höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fengu nokkur góð færi til þess að skora framan af áður en síðari hálfleikur breyttist í mikla miðjubaráttu. Loks braut Viktor sjálfur ísinn á 86. mínútu og kom ÍA yfir. „Það var misheppnuð sending, Steinar fær boltann og leggur hann fyrir mig. Ég næ góðri snertingu á hann og set hann í fjær,“ sagði Viktor sem hefur skorað 8 mörk í sumar fyrir skagamenn. “Fyrsta markmiðinu mínu er náð, ég var með mest fimm mörk fyrir þetta tímabil. Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild. Það var umræðan hjá ykkur spekingunum fyrir mót. Ég var staðráðinn í því að sanna það og það hefur gengið vel.“ Eins og Viktor nefnir var það umræðan fyrir mót hvort hann raunverulega gæti skorað mörk í efstu deild. Hann á nokkur tímabil í fyrstu deild þar sem hann hefur raðað inn mörkum en markaskorun í þeirri bestu verið dræm fram að þessu. En sat umræðan í honum? „Nei ég myndi ekki segja það. Mér fannst það eiginlega bara hvetja mig. Ég veit hvað ég get og hverjir mínir styrkleikar eru. Ég var bara staðráðinn í því að spila inn á þá og haldast heill. Ég vissi að þetta myndi detta, þetta hvetur mig ennþá til þess að leggja meira á mig,“sagði Viktor. Skagamenn sitja í 4. sæti deildarinnar með 16 stig, jafnir Stjörnunni. Ætla þeir að berjast um sæti sem gæti mögulega gefið þáttökurétt í Evrópukeppni? „Já klárlega fyrst við erum þar núna. Fyrsta markmið var að halda okkur í deildinni en nú erum við í 4. sæti og það hefur gengið vel. Okkur líður vel saman inni á vellinum. Við viljum vera í efri helmingnum og berjast um Evrópu,“ sagði Viktor aðlokum.
Besta deild karla ÍA KR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - KR 2-1 | Heimamenn unnu uppgjör gömlu stórveldanna ÍA lagði KR 2-1 í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 18. júní 2024 21:10