Nvidia verðmætasta skráða fyrirtæki heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 08:13 Jensen Huang, forseti Nvidia, heldur á Grace Hopper ofurörgjörvanum. Getty/SOPA/LIghtRocket/Walid Berrazeg Nvidia hefur tekið fram úr Microsoft og Apple og er nú verðmætasta skráða fyrirtæki heims. Eftirspurn eftir örflögum fyrirtækisins hefur stóraukist síðustu ár, meðal annars vegna örra tækniframfara á sviði gervigreindar. Verðmætaaukning Nvidia er mögulega söguleg en fyrir um það bil tveimur árum var fyrirtækið metið á um 400 milljarða Bandaríkjadala. Á síðustu tólf mánuðum hefur virði þess aukist úr billjón Bandaríkjadala í þrjár billjónir dala. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 3,6 prósent í gær á meðan bréf í Microsoft og Apple féllu. Nvidia varð þar með verðmætasta skráða fyrirtæki á markaði. Samkvæmt New York Times hefur þróun gervigreindar átt verulegan þátt í sviptingum á hlutabréfamörkuðum síðustu misseri en fregnir af gangi mála urðu til þess að Microsoft tók fram úr Apple í janúar og Nvidia fram úr Microsoft í gær. Það kom því ekki á óvart þegar Apple tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið hygðist auka notkun gervigreindar í vörum sínum frá og með haustinu. Tækni Gervigreind Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðmætaaukning Nvidia er mögulega söguleg en fyrir um það bil tveimur árum var fyrirtækið metið á um 400 milljarða Bandaríkjadala. Á síðustu tólf mánuðum hefur virði þess aukist úr billjón Bandaríkjadala í þrjár billjónir dala. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um 3,6 prósent í gær á meðan bréf í Microsoft og Apple féllu. Nvidia varð þar með verðmætasta skráða fyrirtæki á markaði. Samkvæmt New York Times hefur þróun gervigreindar átt verulegan þátt í sviptingum á hlutabréfamörkuðum síðustu misseri en fregnir af gangi mála urðu til þess að Microsoft tók fram úr Apple í janúar og Nvidia fram úr Microsoft í gær. Það kom því ekki á óvart þegar Apple tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið hygðist auka notkun gervigreindar í vörum sínum frá og með haustinu.
Tækni Gervigreind Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira