Stjórnarandstaðan sameinuð í örorkulífeyrismálinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:21 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið í grunninn snúast um að enginn öryrki verði skilinn eftir. aðsend Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur á örorkulífeyrisfrumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin. Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.
Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12