Hakkaður illa á Facebook og fær engin svör Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 12:18 Gunnlaugur segist gjarnan vilja ræða við einhvern hjá Facebook en þar er komið að lokuðum dyrum. Hann var hakkaður illilega af þrjótum sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þar á brott talsvert fé. getty/aðsend Gunnlaugur B Ólafsson, lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, fékk heldur betur að reyna hversu mikilvægur þáttur hversdagsins Facebook er. Hann var hakkaður og það illa. „Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“ Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
„Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“
Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira