Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. júní 2024 09:10 Sandra Barilli sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Einar Árnason Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. Sandra kemur fram í annarri þáttaröð IceGuys sem kemur út síðar á árinu. „Ég er líka að fara að gera boli með karakternum mínum úr þáttunum sem verða homage til Buffy the Vampire Slayer,“ segir Sandra. Einar Árnason Sandra sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Sandra Gísladóttir Aldur? 37 Starf? Ég er að vinna hjá stórfyrirtækinu Barilli Enterprises, sem skemmtikraftur og framleiðandi. Fjölskylduhagir? Ég á fjölskyldu og mér þykir óskaplega vænt um hana. Foreldrar mínir og bróðir minn í Liverpool: Gísli Sveinsson, Arnar Gíslason og Kristín Torfadóttir.Sandra Barilli Hvað er á döfinni? Byrja að vinna í seríu tvö af IceGuys, og ég er líka að fara að gera boli með karakternum mínum úr þáttunum sem verða homage til Buffy the Vampire Slayer. Þín mesta gæfa í lífinu? Að vera dóttir foreldra minna, því þau eru best. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég hef sko aldrei getað svarað svona spurningum því ég veit stundum ekki hvað ég verð að gera í næstu viku, en eftir tíu ár verð ég líklega orðin 47 ára, og kannski ekki lengur með aflitað hár. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Mig langar ofsalega til Tælands að fá mér pad thai. Ég held samt ég geri það bara á næsta ári þannig ég þarf að finna nýtt missjón. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, því miður. Ég reyni yfirleitt bara að gera það sem mig langar til, og er frekar fljót að afgreiða það þegar löngunin kemur, áður en ég næ að skrifa það upp á lista. Sandra að veislustýra fertugsafmæli Hannes Halldórssonar.Aðsend Besta heilræði sem þú hefur fengið? Smyrja voltaren gel-i á lappirnar áður en þú notar háa hæla, þá geturðu gengið á þeim allt kvöldið. Vinkona mín Guðný kenndi mér þetta og ég dreifi fagnaðarerindinu reglulega þegar ég sé fólk labba á táslunum með hælana í hönd. Hvað hefur mótað þig mest? Líklega skiptinámið mitt á Ítalíu, þaðan kemur Barilli nafnið, frá skiptinemafjölskyldunni minni. Ég var þar þegar ég var 17 ára og talaði ítölsku með hreim frá Brescia (sem er ekki fallegur hreimur!). Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Horfi á sjónvarpsefni sem ég hef séð áður, til dæmis Buffy, Community, The Office, What We Do In The Shadows og Parks & Rec. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sunnudagar eru uppáhalds! Mínir eru þannig að ég vakna og fer í hlaupagallann og sæki Allan vin minn á hlaupaæfingu. Svo er það Vesturbæjarlaugin í slökun. Stundum fer ég eftir það á Kaffi Vest og þá kallast það hinn Gullni hringur Vesturbæjar. Sandra og Lóa Hjálmtýsdóttir - Karaoke dúettinn Two Non Blondes.Aðsend Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldavélin mín, hún er með gasi og gullhnöppum og það er sko gaman að sjóða vatn á henni, og auðvitað ennþá skemmtilegra að elda. Fallegasti staður á landinu? Galtarviti á Vestfjörðum. En í heiminum? Sjóndeildarhringurinn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Sko ég er ekki rútínukona en ég er með feita morgunrútínu. Skvetta köldu vatni í andlitið, svo drekka glas af vatni og borða tvær þurrkaðar apríkósur og eina gráfíkju. Þetta geri ég alla morgna án undantekninga. Allt sem kemur eftir þetta er freestyle. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum og þakka fyrir að hafa ekki tekið smálán þann daginn. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég fer reglulega út að hlaupa, og svo hjóla ég mjög mikið. Svo finnst mér rosa gaman að fara reglulega í blóðprufu til að tjekka á d-vítamíni og járni og svona, það er smá eins og að fara í próf og vita ekki hvort þú sért búin að læra nóg. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Frá því ég man fyrst eftir mér ætlaði ég að vera forseti. Svo man ég að ég ætlaði að verða flugfreyja því mamma vinar míns var það og mér fannst það mjög smart. En í barnaskóla tók ég svona „Hvað áttu að verða-próf“ og fékk bankastjóri, það fannst mér alveg glatað, með fullri virðingu fyrir bankastjórum. Sandra og Berglind Häsler á opnun í Havarí.Sunna Ben Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Á Dúettar, danssýningu eftir Ásrúnu Magnúsdóttur. Ég skældi allan tímann, allan. Það var bara allt svo fallegt og mannlegt við hana. Ertu A eða B týpa? Bæði kemur fyrir, en mér líður svona yfirleitt betur þegar ég vakna snemma, áður en vekjaraklukkan hringir. Ég verð instant B-týpa ef ég er að horfa á einhverja spennandi seríu þá get ég ekki farið að sofa og þarf að plata sjálfa mig með því að hætta í miðjum þætti til að geta farið að sofa. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, ítölsku, dönsku og smá spænsku og norsku. Svo kann ég að segja nokkra hluti á eistnesku sem fær fólk sem skilur það tungumál til að hlæja. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já en ég get ekki opinberað þá strax því það þarf alltaf að hafa einhver tromp á hendi. Hvaða ofurkröfum myndir þú vilja búa yfir? Ég hef alltaf viljað stjórna gróðri og timbri, eins og Magneto stýrir málmi. Ef ég má það ekki þá vil ég bara vera Captain Marvel. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Ert þú að fara að leika Sigurlaugu? Draumabíllinn þinn? Flottur á litinn, beinskiptur og fjórhjóladrifinn. Og hann verður að vera með svona bleikum loðnum teningum á baksýnisspeglinum. IceGuys-teymið á Sögur verðlaunahátíð barnanna.Árni Sæberg Hælar eða strigaskór? Strigaskór forever. Hælar stundum bara. Fyrsti kossinn? Ég var í svona sjöunda bekk! En við vorum kærustupar svo það var legit. Óttastu eitthvað? Sko já ég er lofthrædd og fæ í magann við að halla mér fram af svölum. Svo óttast ég líka að vera skömmuð fyrir eitthvað sem ég vissi ekki að ég væri að gera rangt þannig að ég er haldin viðstöðulausum frammistöðukvíða. Það gerir það að verkum að ég vanda mig mjög mikið við það sem ég geri. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að klára Fargo þættina, ég er yfirleitt mjög sein á lestina þegar kemur að sjónvarpsefni og kvikmyndum. Ég er meir að segja með hlaðvarp með Hulla vini mínum um það, sem heitir VÍDJÓ, þar sem við horfum á merkilegar myndir sem ég hafði aldrei séð. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Tanti auguri með Raffaellu Carrá og California Soul með Marlenu Shaw. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Sandra kemur fram í annarri þáttaröð IceGuys sem kemur út síðar á árinu. „Ég er líka að fara að gera boli með karakternum mínum úr þáttunum sem verða homage til Buffy the Vampire Slayer,“ segir Sandra. Einar Árnason Sandra sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Sandra Gísladóttir Aldur? 37 Starf? Ég er að vinna hjá stórfyrirtækinu Barilli Enterprises, sem skemmtikraftur og framleiðandi. Fjölskylduhagir? Ég á fjölskyldu og mér þykir óskaplega vænt um hana. Foreldrar mínir og bróðir minn í Liverpool: Gísli Sveinsson, Arnar Gíslason og Kristín Torfadóttir.Sandra Barilli Hvað er á döfinni? Byrja að vinna í seríu tvö af IceGuys, og ég er líka að fara að gera boli með karakternum mínum úr þáttunum sem verða homage til Buffy the Vampire Slayer. Þín mesta gæfa í lífinu? Að vera dóttir foreldra minna, því þau eru best. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég hef sko aldrei getað svarað svona spurningum því ég veit stundum ekki hvað ég verð að gera í næstu viku, en eftir tíu ár verð ég líklega orðin 47 ára, og kannski ekki lengur með aflitað hár. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Mig langar ofsalega til Tælands að fá mér pad thai. Ég held samt ég geri það bara á næsta ári þannig ég þarf að finna nýtt missjón. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, því miður. Ég reyni yfirleitt bara að gera það sem mig langar til, og er frekar fljót að afgreiða það þegar löngunin kemur, áður en ég næ að skrifa það upp á lista. Sandra að veislustýra fertugsafmæli Hannes Halldórssonar.Aðsend Besta heilræði sem þú hefur fengið? Smyrja voltaren gel-i á lappirnar áður en þú notar háa hæla, þá geturðu gengið á þeim allt kvöldið. Vinkona mín Guðný kenndi mér þetta og ég dreifi fagnaðarerindinu reglulega þegar ég sé fólk labba á táslunum með hælana í hönd. Hvað hefur mótað þig mest? Líklega skiptinámið mitt á Ítalíu, þaðan kemur Barilli nafnið, frá skiptinemafjölskyldunni minni. Ég var þar þegar ég var 17 ára og talaði ítölsku með hreim frá Brescia (sem er ekki fallegur hreimur!). Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Horfi á sjónvarpsefni sem ég hef séð áður, til dæmis Buffy, Community, The Office, What We Do In The Shadows og Parks & Rec. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sunnudagar eru uppáhalds! Mínir eru þannig að ég vakna og fer í hlaupagallann og sæki Allan vin minn á hlaupaæfingu. Svo er það Vesturbæjarlaugin í slökun. Stundum fer ég eftir það á Kaffi Vest og þá kallast það hinn Gullni hringur Vesturbæjar. Sandra og Lóa Hjálmtýsdóttir - Karaoke dúettinn Two Non Blondes.Aðsend Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldavélin mín, hún er með gasi og gullhnöppum og það er sko gaman að sjóða vatn á henni, og auðvitað ennþá skemmtilegra að elda. Fallegasti staður á landinu? Galtarviti á Vestfjörðum. En í heiminum? Sjóndeildarhringurinn. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Sko ég er ekki rútínukona en ég er með feita morgunrútínu. Skvetta köldu vatni í andlitið, svo drekka glas af vatni og borða tvær þurrkaðar apríkósur og eina gráfíkju. Þetta geri ég alla morgna án undantekninga. Allt sem kemur eftir þetta er freestyle. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum og þakka fyrir að hafa ekki tekið smálán þann daginn. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég fer reglulega út að hlaupa, og svo hjóla ég mjög mikið. Svo finnst mér rosa gaman að fara reglulega í blóðprufu til að tjekka á d-vítamíni og járni og svona, það er smá eins og að fara í próf og vita ekki hvort þú sért búin að læra nóg. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Frá því ég man fyrst eftir mér ætlaði ég að vera forseti. Svo man ég að ég ætlaði að verða flugfreyja því mamma vinar míns var það og mér fannst það mjög smart. En í barnaskóla tók ég svona „Hvað áttu að verða-próf“ og fékk bankastjóri, það fannst mér alveg glatað, með fullri virðingu fyrir bankastjórum. Sandra og Berglind Häsler á opnun í Havarí.Sunna Ben Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Á Dúettar, danssýningu eftir Ásrúnu Magnúsdóttur. Ég skældi allan tímann, allan. Það var bara allt svo fallegt og mannlegt við hana. Ertu A eða B týpa? Bæði kemur fyrir, en mér líður svona yfirleitt betur þegar ég vakna snemma, áður en vekjaraklukkan hringir. Ég verð instant B-týpa ef ég er að horfa á einhverja spennandi seríu þá get ég ekki farið að sofa og þarf að plata sjálfa mig með því að hætta í miðjum þætti til að geta farið að sofa. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, ítölsku, dönsku og smá spænsku og norsku. Svo kann ég að segja nokkra hluti á eistnesku sem fær fólk sem skilur það tungumál til að hlæja. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já en ég get ekki opinberað þá strax því það þarf alltaf að hafa einhver tromp á hendi. Hvaða ofurkröfum myndir þú vilja búa yfir? Ég hef alltaf viljað stjórna gróðri og timbri, eins og Magneto stýrir málmi. Ef ég má það ekki þá vil ég bara vera Captain Marvel. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Ert þú að fara að leika Sigurlaugu? Draumabíllinn þinn? Flottur á litinn, beinskiptur og fjórhjóladrifinn. Og hann verður að vera með svona bleikum loðnum teningum á baksýnisspeglinum. IceGuys-teymið á Sögur verðlaunahátíð barnanna.Árni Sæberg Hælar eða strigaskór? Strigaskór forever. Hælar stundum bara. Fyrsti kossinn? Ég var í svona sjöunda bekk! En við vorum kærustupar svo það var legit. Óttastu eitthvað? Sko já ég er lofthrædd og fæ í magann við að halla mér fram af svölum. Svo óttast ég líka að vera skömmuð fyrir eitthvað sem ég vissi ekki að ég væri að gera rangt þannig að ég er haldin viðstöðulausum frammistöðukvíða. Það gerir það að verkum að ég vanda mig mjög mikið við það sem ég geri. Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að klára Fargo þættina, ég er yfirleitt mjög sein á lestina þegar kemur að sjónvarpsefni og kvikmyndum. Ég er meir að segja með hlaðvarp með Hulla vini mínum um það, sem heitir VÍDJÓ, þar sem við horfum á merkilegar myndir sem ég hafði aldrei séð. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Tanti auguri með Raffaellu Carrá og California Soul með Marlenu Shaw. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 „Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44
„Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01
„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 13. maí 2024 09:03