„Tiltekin atvik“ varðandi stúlku orsök bardaga á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júní 2024 13:43 Atvik málsins áttu sér stað á Akranesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum fyrir að taka steypuklump og slá annan mann ítrekað í höfuðið. Um áflog eða bardaga var að ræða, en maðurinn sem varð fyrir barðinu á steypuklumpnum var sakfelldur í desember fyrir að veita hinum manninum að minnsta kosti eitt högg. Hann var þó ekki dæmdur til refsingar. Sjá nánar: Hafi verið þekktur á Akranesi fyrir að ofsækja konur Í fyrstu var um eitt dómsmál að ræða, en því var skipt í tvennt þegar báðir menn neituðu sök fyrir sinn þátt. Til einföldunar verður maðurinn sem hlaut dóm á dögunum, sá sem notaði steypuklump, hér eftir kallaður árásarmaðurinn. Hinn verður ýmist kallaður hinn maðurinn eða sá varð fyrir árásinni, þar sem héraðsdómur mat hans þátt sem talsvert vægari. Allir í bæjarfélaginu viti um árásarmanninn Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að aðdragandi málsins væri sá að þeir tveir hefðu átt í samskiptum á Facebook. Þar hafi hann lýst áhyggjum sínum vegna „tiltekinna atvika“ er vörðuðu stúlku. Hann sagði hinn manninn hafa sagst ætla að koma og lemja hann. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Ógnandi á jeppa Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við Strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varði hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Búinn að angra stúlku mánuðum saman Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði fyrir dómi hafa ætlað að ræða við árásarmanninn um málið er varðar stúlkuna. Hann hafi ætlað að spyrja hvort „ekki væri komið nóg“ þar sem árásarmaðurinn hefði verið að angra stúlkuna, sem og aðra sem henni tengjast, mánuðum saman. Jafnframt sagði hann árásarmanninn hafa átt í hótunum við frænda hans. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands.Vísir/Vilhelm Hann sagði árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í hausinn og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Að lokum hafi honum tekist að standa upp, séð blóð leka, farið upp í bíl og farið beint á sjúkrahús. Hefði getað farið verr Báðir mennirnir báru fyrir sig fyrir dómi að þeirra eigin þáttur væri neyðarvörn. Í hvorugu málinu féllst dómurinn á það. En líkt og áður segir var þeim sem varð fyrir árásinni ekki gerð refsing. Árásarmaðurinn hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en í dómnum segir að líta verði til þess að árásin, sem varð til þess að hinn hlaut skurði í andliti og nokkur tannbrot, hafi verið hættulegur og leitt til mikilla áverka. Þá væri ljóst að mun verr hefði getað farið fyrir hinum manninum en raun varð. Þá er árásarmanninum gert að greiða hinum manninum 400 þúsund krónur í miskabætur og 300 þúsund í málskostnað. Þá þarf hann að greiða tæplega 1,2 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Um áflog eða bardaga var að ræða, en maðurinn sem varð fyrir barðinu á steypuklumpnum var sakfelldur í desember fyrir að veita hinum manninum að minnsta kosti eitt högg. Hann var þó ekki dæmdur til refsingar. Sjá nánar: Hafi verið þekktur á Akranesi fyrir að ofsækja konur Í fyrstu var um eitt dómsmál að ræða, en því var skipt í tvennt þegar báðir menn neituðu sök fyrir sinn þátt. Til einföldunar verður maðurinn sem hlaut dóm á dögunum, sá sem notaði steypuklump, hér eftir kallaður árásarmaðurinn. Hinn verður ýmist kallaður hinn maðurinn eða sá varð fyrir árásinni, þar sem héraðsdómur mat hans þátt sem talsvert vægari. Allir í bæjarfélaginu viti um árásarmanninn Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að aðdragandi málsins væri sá að þeir tveir hefðu átt í samskiptum á Facebook. Þar hafi hann lýst áhyggjum sínum vegna „tiltekinna atvika“ er vörðuðu stúlku. Hann sagði hinn manninn hafa sagst ætla að koma og lemja hann. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Ógnandi á jeppa Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við Strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varði hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Búinn að angra stúlku mánuðum saman Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagði fyrir dómi hafa ætlað að ræða við árásarmanninn um málið er varðar stúlkuna. Hann hafi ætlað að spyrja hvort „ekki væri komið nóg“ þar sem árásarmaðurinn hefði verið að angra stúlkuna, sem og aðra sem henni tengjast, mánuðum saman. Jafnframt sagði hann árásarmanninn hafa átt í hótunum við frænda hans. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands.Vísir/Vilhelm Hann sagði árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í hausinn og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Að lokum hafi honum tekist að standa upp, séð blóð leka, farið upp í bíl og farið beint á sjúkrahús. Hefði getað farið verr Báðir mennirnir báru fyrir sig fyrir dómi að þeirra eigin þáttur væri neyðarvörn. Í hvorugu málinu féllst dómurinn á það. En líkt og áður segir var þeim sem varð fyrir árásinni ekki gerð refsing. Árásarmaðurinn hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en í dómnum segir að líta verði til þess að árásin, sem varð til þess að hinn hlaut skurði í andliti og nokkur tannbrot, hafi verið hættulegur og leitt til mikilla áverka. Þá væri ljóst að mun verr hefði getað farið fyrir hinum manninum en raun varð. Þá er árásarmanninum gert að greiða hinum manninum 400 þúsund krónur í miskabætur og 300 þúsund í málskostnað. Þá þarf hann að greiða tæplega 1,2 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira