Dúxinn Max er „tölvuleikjanörd“ og mætti á öll böllin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 17:11 Max segir kennarana, vinina og félagslífið standa upp úr eftirskólagönguna. Menntaskólinn á Akureyri Max Forster er dúx Menntaskólans á Akureyri þetta árið með einkunnina 9,83. Auk þessa merka áfanga mætti hann samviskusamlega á viðburði sem félagslíf MA hafði upp á að bjóða og stundaði bæði tölvuleiki og frisbígolf í frítíma sínum. Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“ Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09
„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33