Manninum var gefið að sök að ráðast á konunni með ofbeldi, slá hana með krepptum hnefa í andlitið þannig hún féll í gólfið. Þá var hann ákærður fyrir að sparka í hana á meðan hún lá niðri.
Fyrir vikið hlaut konan sár á augnloki og í kringum augun, sem og aðra áverka á höfði, brjóstkassa og hendi.
Maðurinn játaði sök, en hann hafði ekki gerst sekur um saknæma háttsemi áður. Fram kemur í dómnum að það sé manninum til málsbóta að hann hafi leitað til sálfræðings í meðferð fyrir gerendur heimilisofbeldis.
Líkt og áður segir hlýtur maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm, og þá er honum gert að greiða um 275 þúsund krónur í sakarkostnað.