Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 06:21 Húsnæðismarkaðurinn er erfiður fyrstu kaupendum. Vísir/Vilhelm Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira