Ekki útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2024 12:06 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, setur mikla fyrirvara við greiningu á langtímaspám en telur þó að heldur kalt loft verði yfir landinu á næstu vikum. vísir/gva Á næstu vikum verður loftið í kringum Ísland líklega óvenju kalt miðað við árstíma. Hitastigið gæti þó orðið skaplegra á vissum svæðum inn til landsins að sögn veðurfræðings. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta. Veður Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson ritaði í morgun pistil þar sem hann bendir á lágt hitastig á Austurlandi. Það hafi til dæmis haldist í kringum fjórar gráður nærri Stöðvarfirði síðustu daga. Einar sagði reynsluna sýna að slíkt gæti orðið viðvarandi í sumar. Rétt þótti að bera svo váleg tíðindi undir annan veðurfræðing og bendir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, á að Austur-Íslands straumurinn sé þar orsakavaldurinn ásamt austlægum áttum. „En á næstu vikum á að vera aðeins kaldari sjór í kringum okkur, í kringum Ísland í rauninni í heild sinni, heldur en er almennt á þessum árstíma og það getur verið að þau finni frekar fyrir því á Austurlandi vegna þess að þar er þessi kaldi straumur. Svo þegar það verður ennþá kaldara hefur það þessi áhrif,“ segir Birta. Hún telur þó ekki sanngjarnt gagnvart íbúum á Austurlandi að tala um kuldaskeið. „Það orð hefur kannski hefur aðrar tengingar í mínum huga og það er til dæmis búið að vera aðeins kaldara á spásvæði Norðvestan til á landinu síðustu vikurnar. En vissulega er tíðarfarið ekki búið að vera hagstætt upp á hita svona heilt yfir.“ Gott sums staðar Spurningin hvort landsmenn geti þó enn haldið í vonina um gott sumar brennur eflaust á mörgum. Lengri tíma gögn liggja fyrir en Birta setur mikla fyrirvara við lestur í þau. Þó sé hægt að segja að ekki sé útlit fyrir neina hitabylgju á næstunni. „Með alla eðlilega fyrirvara, að þá er á næstu vikum aðeins kaldara loft en venjulega í kringum landið. Staðbundið inn til landsins gæti hitinn þó farið yfir meðallag og þá er sólin kannski aðeins að hjálpa. Og það skiptist á að vera á Vesturlandi og Austurlandi,“ segir Birta.
Veður Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira