Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 16:05 Forsvarsmenn ISAVIA hvetja fólk til að huga að samgönguleiðum á flugvöllinn í sumar, og bóki stæði tímanlega ef við á. ISAVIA Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Þau sem hyggjast leggja leið sína í gegnum flugvöllinn í júní, júlí og ágúst, eru hvött til að bóka bílastæði við flugstöðina fyrir fram til að tryggja bílnum stæði. Þá er sagt að til að tryggja bílnum stæði og fá hagstæðasta verðið sé best að bóka stæðið sem fyrst. Betri kjör fáist því fyrr sem bókað er. Nýtt bókunarkerfi Í tilkynningu segir að nýtt bílastæðakerfi hafi verið tekið í notkun síðasta sumar, en bókunarferlið sé það sama og áður á vefsíðu KEF. „Nýja bílastæðakerfið virkar þannig að ekið er inn og út af bílastæðunum, hliðin opnast sjálfkrafa og myndavél tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er lengur þörf á að taka miða, skanna QR-kóða eða nota greiðslukort til að opna hliðin á bílastæðunum. Aðrar greiðsluleiðir í boði fyrir gesti eru með bílastæðaforritum, Autopay og Parka, auk þess sem sjálfsafgreiðslukassar eru áfram til staðar inni í flugstöð. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bílaeigenda, að viðbættu 1.490 króna þjónustugjaldi. Hægt er að forðast þjónustugjaldið með því að greiða fyrir stæðið með bílastæðaappi allt að 48 klukkustundum eftir að bílastæðið er yfirgefið,“ segir í tilkynningunni. Fólk hugi að samgönguleiðum Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir að verið sé að senda tilkynninguna út vegna þess að sú staða gæti komið upp í sumar að bílastæðin gætu fyllst. Hann hvetur fólk til að að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn um leið og farmiði er bókaður, hvort sem það er að bóka bílastæði eða nota aðrar samgönguleiðir á flugvöllinn. Fyrir tveimur árum fjallaði Vísir um mikla óánægju margra með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðmælendur sögðu dýra og lélega rútuferð nánast eina möguleikann fyrir fólk sem er ekki á einkabíl. Strætóaðstaðan sé óboðleg. Ástralskur ferðalangur vakti svo heimsathygli á Tiktok, þegar hún gekk í tvo tíma frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli í stað þess að borga rándýran leigubíl. Guðjón segir að úrbætur hafi verið gerðar hvað upplýsingagjöf um samgönguleiðir frá flugvellinum varðar. „Við erum með upplýsingar á skiltum í flugstöðinni, við höfum bætt í hvað það varðar. Þannig að þegar þú sækir töskuna og ert á leið út úr töskusalnum, er stórt skilti sem veitir upplýsingar um allar samgönguleiðir sem hægt er að nýta sér úr flugvellinum,“ segir Guðjón. Strætóskýlið sé svo um 200 metrum frá dyrunum þar sem maður gengur út. „Við höfum verið undanfarin ár að bæta gönguleiðina að skýlinu, og hún er yfirbyggð að hluta,“ segir Guðjón.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Bílastæði Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent