Komst naumlega undan aurskriðu í Eyjafjarðardal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 19:34 Aurskriðan féll þegar Ragnar var að sleppa fé upp á fjall. Aðsend Ragnar Jónsson bóndi á Halldórsstöðum innst í Eyjafirði var að klára að sleppa fé sínu upp á fjall þegar hann þurfti að bruna undan aurskriðu sem féll þar sem hann stóð. Hann komst sem betur fer undan og segir ekkert stórtjón hafa orðið af skriðunni. Þó hafi kafli úr girðingu skemmst þegar jörð hljóp yfir hana. Ragnar segir girðinguna hafa verið glænýja en að gott sé að ekki hafi farið verr. „Við vorum að þvæla þarna. Við vorum að klára að sleppa á fjall. Ég sé hana þarna uppi á fjalli þegar hún er á leiðinni niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Klippa: Aurskriða á Halldórsstöðum í Eyjafjarðardal Ragnar telur að mikil væta síðastliðinn sólarhring ásamt mikils kuldaveðurs undafarnar vikur hafi orsakað skriðuna. „Það var ausandi vatnsveður í gær og frost er ekki almennilega farið úr jörðu. Það er búið að vera það lélegt vor og byrjun sumars að það er enn frost í jörðu þarna uppi. Þetta fer örugglega af stað á frosinni jörð. Jarðvegurinn sem er þíður ofan við frost hann er orðinn vatnsmettaður og tekur ekki meira vatn og þá rennur þetta af stað. Það var mígandi rigning í allan gærdag,“ segir Ragnar. Ragnar segir einnig að skriða hafi farið á gamla bæinn sem stóð aðeins norðar en núverandi bær að Halldórsstöðum. Skriður sé að finna í gömlum heimildum þarna innst í Eyjafjarðardal. Martina Stefani skriðumatssérfræðingur segir enga tilkynningu hafa borist Veðurstofunni en að orsök skriðunnar verði skoðuð. Eyjafjarðarsveit Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Hann komst sem betur fer undan og segir ekkert stórtjón hafa orðið af skriðunni. Þó hafi kafli úr girðingu skemmst þegar jörð hljóp yfir hana. Ragnar segir girðinguna hafa verið glænýja en að gott sé að ekki hafi farið verr. „Við vorum að þvæla þarna. Við vorum að klára að sleppa á fjall. Ég sé hana þarna uppi á fjalli þegar hún er á leiðinni niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Klippa: Aurskriða á Halldórsstöðum í Eyjafjarðardal Ragnar telur að mikil væta síðastliðinn sólarhring ásamt mikils kuldaveðurs undafarnar vikur hafi orsakað skriðuna. „Það var ausandi vatnsveður í gær og frost er ekki almennilega farið úr jörðu. Það er búið að vera það lélegt vor og byrjun sumars að það er enn frost í jörðu þarna uppi. Þetta fer örugglega af stað á frosinni jörð. Jarðvegurinn sem er þíður ofan við frost hann er orðinn vatnsmettaður og tekur ekki meira vatn og þá rennur þetta af stað. Það var mígandi rigning í allan gærdag,“ segir Ragnar. Ragnar segir einnig að skriða hafi farið á gamla bæinn sem stóð aðeins norðar en núverandi bær að Halldórsstöðum. Skriður sé að finna í gömlum heimildum þarna innst í Eyjafjarðardal. Martina Stefani skriðumatssérfræðingur segir enga tilkynningu hafa borist Veðurstofunni en að orsök skriðunnar verði skoðuð.
Eyjafjarðarsveit Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira