Innlent

Tveir fluttir á sjúkra­hús eftir elds­voða hjá Pure North

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pure North er með starfsstöð við Sunnumörk í Hveragerði.
Pure North er með starfsstöð við Sunnumörk í Hveragerði. Google

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú eldsvoða sem kom upp á starfsstöð endurvinnslufyrirtækisins Pure North í Hveragerði rétt fyrir miðnætti í nótt.

Eldur kom upp í hreinsitæki innan verksmiðjunnar og var einn fluttur þungt haldinn á Landspítala vegna reykeitrunar og annar fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Báðir eru starfsmenn Pure North.

Slökkvilið mætti á vettvang til að ráða að niðurlögum eldsins og reykræsta og þá var vakt á svæðinu í nótt til að tryggja rannsóknarhagsmuni. 

Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi en verið að rannsaka vettvang og freista þess að komast að því hvað gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×