Innlent

Hjól­reiða­maður lokaði göngunum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin eftir hádegi í dag vegna hjólreiðamanns sem var í göngunum.
Lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin eftir hádegi í dag vegna hjólreiðamanns sem var í göngunum. Vísir

Lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin rétt eftir hádegi í dag, þegar í ljós kom að hjólreiðamaður væri í göngunum.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Vegagerðinni

Uppfært kl 12:45

Búið er að opna Hvalfjarðargöng aftur eftir stutta lokun, segir á vef Vegagerðarinnar.

Heimildamenn Vísis segjast hafa beðið í röð í að minnsta kosti 25 mínútur, og að röðin hafi orðið mjög löng. Hliðinu hafi verið lokað og sjúkrabíll mætt á svæðið.

Mikil umferð var á svæðinu, en um helgina verður fjölsótt krakkamót í fótbolta á Akranesi, Norðurálsmótið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×