Innlent

Hval­fjarðar­göngum aftur lokað

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Röð var við göngin kl 13:07
Röð var við göngin kl 13:07 Aðsend

Búið er að loka Hvalfjarðargöngunum á nýjan leik, að þessu sinni vegna umferðaróhapps.

Tilkynning birtist á síðu Vegagerðarinnar kl 12:58 þar sem fram kemur að göngunum hafi verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt heimildum Vísis sáu sjónarvottar lögreglubíla, fjóra sjúkrabíla og slökkviliðsbíl á hraðferð frá Kjalarnesi í átt að Skaganum.

Lárus Steindór Björnsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að sendir hafi verið sjúkrabílar frá þeim á svæðið. Slökkviliðsbíll hafi verið sendur frá Akranesi.

Þá barst ábending frá sjónarvotti að nokkur fjöldi sjúkra- og slökkviliðsbíla hefði ekið að svæðinu frá Akranesi.

Reikna má að lokunin vari til kl. 15:00 hið minnsta og bent er á hjáleið um Hvalfjarðarveg (47).

Rétt eftir hádegi var göngunum lokað vegna hjólreiðamanns, en þau voru opnuð aftur klukkan 12:41. Það leið því ekki á löngu áður en þeim var lokað aftur.

Fréttin var uppfærð 14:09


Tengdar fréttir

Hjól­reiða­maður lokaði göngunum

Lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin rétt eftir hádegi í dag, þegar í ljós kom að hjólreiðamaður væri í göngunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×