Firra að hafa ekki kjark til að klára lagareldisfrumvarpið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júní 2024 17:09 Halla Signý og Iða Marsibil þingmenn Framsóknarflokksins, Vísir/Vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina. Þingmennirnir gerðu frumvarpið að umtalsefni á Alþingi í dag þegar rætt var um störf þingsins. „Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar,“ sagði Halla Signý. Atvinnugreinin þurfi skýrari reglur Halla segir að miklu máli skipti fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldið, að lagareldið sé rekið á ábyrgan hátt. Það hafi veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. „Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi,“ sagði Halla. „Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit,“ sagði Halla. Frumvarpið hafi verið hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Þá sagði Halla að það væri algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi, og nauðsynlegt sé að taka þráðinn upp í haust og klára málið. „Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig að minnsta kosti,“ sagði Halla. Iða Marsibil sagði að henni þættu það afar slæmar fréttir að frumvarpið hefði ekki náð fram að ganga. „Í stuttu máli sagt, virðulegur forseti, skiptir þessi atvinnuvegur öllu máli fyrir þorpin fyrir vestan núorðið,“ sagði Iða. Sjókvíaeldið bjargað sunnanverðum Vestfjörðum Árið 2014 hafi ekki verið sérlega bjart fram undan í þorpum á sunnanverðum Vestfjörðum, og þau hefðu mátt muna fífil sinn fegurri. Þá hafi fyrstu seiðin verið sett í sjó hjá fyrirtæki sem hún vann hjá, en nú eftir tíu ár hafi greinin vaxið og staðan orðin sú að á síðasta ári framleiddi fyrirtækið tæplega 18.000 tonn af laxi og hjá því starfi um 200 manns. Hún segir að bæjaryfirvöld og atvinnugreinin sjálf hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein. Gjaldtökuheimildir verði að vera skýrar og starfsemin með þeim hætti að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Frá Bíldudal. Iða segir að hjá Arnarlaxi starfi um 200 manns, að mestu leyti á svæðinu í Vesturbyggð. Íbúar þar telji um 1.400. Iða sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar 2018-2022.Vísir/Vilhelm „Starfsgreinin er umdeild, á því leikur enginn vafi, en hún hefur fest sig í sessi og því brýnt að horfa fram á við og vil ég nota tækifærið hér til þess að brýna þingmenn til að klára málið ákveðið og með sóma á haustþingi,“ sagði Iða. Iða Marsibil kemur frá sunnanverðum Vestfjörðum, en hún sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðasta kjörtímabili, 2018-2022. Hún hefur starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Sumarið 2022 var hún ráðin í starf sveitastjóra Grímsnes- og Grafnhingshrepps, en situr einnig sem varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Halla Signý situr einnig á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi. Alþingi Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þingmennirnir gerðu frumvarpið að umtalsefni á Alþingi í dag þegar rætt var um störf þingsins. „Framsókn var sérstaklega í mun að klára þetta. Þessu frumvarpi var ætlað að stuðla að betri stjórnun og umhverfisvernd í lagareldi og er afar mikilvægt fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldi, atvinnugreinina sjálfa og umhverfi okkar,“ sagði Halla Signý. Atvinnugreinin þurfi skýrari reglur Halla segir að miklu máli skipti fyrir samfélög sem búa við sjókvíaeldið, að lagareldið sé rekið á ábyrgan hátt. Það hafi veruleg áhrif á lífsviðurværi þeirra. „Frumvarpið átti að tryggja að rekstur sjókvíaeldis væri í sátt við þessi samfélög og stuðla að því að þau gætu blómstrað í heilbrigðu umhverfi,“ sagði Halla. „Atvinnugreinin sjálf, sjókvíaeldi, stendur einnig frammi fyrir áskorunum sem þarf að takast á við. Til að tryggja framtíðarvöxt og sjálfbærni er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur og eftirlit,“ sagði Halla. Frumvarpið hafi verið hannað til að skapa sanngjarnan og stöðugan ramma fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein sem á að geta stækkað án þess að skaða náttúruna eða samfélögin sem hún hefur áhrif á. Þá sagði Halla að það væri algjör firra að hafa ekki kjark til að klára þessa mikilvægu stefnu um lagareldi, og nauðsynlegt sé að taka þráðinn upp í haust og klára málið. „Annars er allt tal um ábyrga uppbyggingu, eftirlit og sjálfbærni tómið eitt og þýðir ekki að flagga því framan í mig að minnsta kosti,“ sagði Halla. Iða Marsibil sagði að henni þættu það afar slæmar fréttir að frumvarpið hefði ekki náð fram að ganga. „Í stuttu máli sagt, virðulegur forseti, skiptir þessi atvinnuvegur öllu máli fyrir þorpin fyrir vestan núorðið,“ sagði Iða. Sjókvíaeldið bjargað sunnanverðum Vestfjörðum Árið 2014 hafi ekki verið sérlega bjart fram undan í þorpum á sunnanverðum Vestfjörðum, og þau hefðu mátt muna fífil sinn fegurri. Þá hafi fyrstu seiðin verið sett í sjó hjá fyrirtæki sem hún vann hjá, en nú eftir tíu ár hafi greinin vaxið og staðan orðin sú að á síðasta ári framleiddi fyrirtækið tæplega 18.000 tonn af laxi og hjá því starfi um 200 manns. Hún segir að bæjaryfirvöld og atvinnugreinin sjálf hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma um þessa atvinnugrein. Gjaldtökuheimildir verði að vera skýrar og starfsemin með þeim hætti að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Frá Bíldudal. Iða segir að hjá Arnarlaxi starfi um 200 manns, að mestu leyti á svæðinu í Vesturbyggð. Íbúar þar telji um 1.400. Iða sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar 2018-2022.Vísir/Vilhelm „Starfsgreinin er umdeild, á því leikur enginn vafi, en hún hefur fest sig í sessi og því brýnt að horfa fram á við og vil ég nota tækifærið hér til þess að brýna þingmenn til að klára málið ákveðið og með sóma á haustþingi,“ sagði Iða. Iða Marsibil kemur frá sunnanverðum Vestfjörðum, en hún sat í bæjarstjórn Vesturbyggðar á síðasta kjörtímabili, 2018-2022. Hún hefur starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Sumarið 2022 var hún ráðin í starf sveitastjóra Grímsnes- og Grafnhingshrepps, en situr einnig sem varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Halla Signý situr einnig á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi.
Alþingi Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. 10. júní 2024 16:26