Segja lögreglu hafa gætt stillingar við mótmælin í Skuggasundi Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 17:50 Fjölnir setur hótanirnar í beint samhengi við Palestínumótmælin, en lögregla hefur tvisvar beitt piparúða á mótmælendur í mótmælum á síðustu vikum. vísir/arnar Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Nefndin kom saman til fundar í dag og fjallaði um viðbrögð lögreglu vegna mótmælanna þann 31. maí síðastliðinn en greint er frá ákvörðun nefndarinnar á vef hennar. Þar kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir þau gögn sem henni bárust frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hafi skilað upptökum úr búkmyndavélum til nefndarinnar sem auk þess hafi haft aðgang að fjölmörgu myndefni sem birst hefur í fjölmiðlum. „Viðvörunum um notkun á úðavopni var tekið með háði“ Nefndin reifar atburðina þennan dag í skýrslunni sem birtist í dag. Þar segir að lögregla hafi verið með viðbúnað á vettvangi vegna ríkisstjórnarfunds og hafi lokað Skuggasundi að hluta með grindverki. Mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á og lokað leið fyrir bifreiðar að Skuggasundi 3 þar sem ríkisstjórnarfundurinn fór fram. Þegar fundi ríkisstjórnar var lokið hafi mótmælendur síðan lagst á Lindargötu fyrir framan grindverkið þar sem beygt er niður Skuggasund, fyrir framan framhjól bifreiðar og neitað að færa sig. Lögregla hafi gefið mótmælendum ítrekuð fyrirmæli um að víkja af götunni en hluti þeirra hafi ekki hlýtt. „Þá gaf stjórnandi á staðnum skipun um að taka upp úðabrúsa og gefa þannig til kynna að þeir yrðu notaðir ef ekki yrði farið að skipunum lögreglu. Mótmælendum var einnig gefin munnleg viðvörun um að piparúði yrði notaður ef þeir færðu sig ekki af götunni. Viðvörunum lögreglu um notkun á úðavopni var tekið með háði og skipanir lögreglu hunsaðar. Ölum hefði því átt að vera ljóst hvað stæði til hjá lögreglu ef þeir fylgdu ekki skýrum fyrirmællum lögreglu og færðu sig af götunni,“ segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni er einnig fjallað um hlutverk lögreglu og að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Þá skuli lögregla aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti og skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Engar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að af þeim upptökum sem nefndin hafi undir höndum af vettvangi verði ekki annað séð en að aðgerðir lögreglu samræmist skyldum hennar, þar með talið þegar piparúða var beitt. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að enginn mótmælandi hafi slasast og að af skoðun myndefnis verði ekki annað ráðið en að lögreglumenn hafi gætt stillingar á vettvangi og gætt þess að mótmælendur yrðu ekki fyrir tjóni umfram það sem óhjákvæmilegt væri miðað við aðstæður. „Telur nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglan hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði við störf sín í umrætt sinn og því hafi meðalhófs verið gætt.“ Þá kemur fram að með hliðsjón af því sem nefnt er í skýrslunni og þeim gögnum sem nefndin hafi undir höndum séu ekki upp vísbendingar um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Nefndin telur því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Skýrslan í heild Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Nefndin kom saman til fundar í dag og fjallaði um viðbrögð lögreglu vegna mótmælanna þann 31. maí síðastliðinn en greint er frá ákvörðun nefndarinnar á vef hennar. Þar kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir þau gögn sem henni bárust frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hafi skilað upptökum úr búkmyndavélum til nefndarinnar sem auk þess hafi haft aðgang að fjölmörgu myndefni sem birst hefur í fjölmiðlum. „Viðvörunum um notkun á úðavopni var tekið með háði“ Nefndin reifar atburðina þennan dag í skýrslunni sem birtist í dag. Þar segir að lögregla hafi verið með viðbúnað á vettvangi vegna ríkisstjórnarfunds og hafi lokað Skuggasundi að hluta með grindverki. Mótmælendum hafi fjölgað þegar líða tók á og lokað leið fyrir bifreiðar að Skuggasundi 3 þar sem ríkisstjórnarfundurinn fór fram. Þegar fundi ríkisstjórnar var lokið hafi mótmælendur síðan lagst á Lindargötu fyrir framan grindverkið þar sem beygt er niður Skuggasund, fyrir framan framhjól bifreiðar og neitað að færa sig. Lögregla hafi gefið mótmælendum ítrekuð fyrirmæli um að víkja af götunni en hluti þeirra hafi ekki hlýtt. „Þá gaf stjórnandi á staðnum skipun um að taka upp úðabrúsa og gefa þannig til kynna að þeir yrðu notaðir ef ekki yrði farið að skipunum lögreglu. Mótmælendum var einnig gefin munnleg viðvörun um að piparúði yrði notaður ef þeir færðu sig ekki af götunni. Viðvörunum lögreglu um notkun á úðavopni var tekið með háði og skipanir lögreglu hunsaðar. Ölum hefði því átt að vera ljóst hvað stæði til hjá lögreglu ef þeir fylgdu ekki skýrum fyrirmællum lögreglu og færðu sig af götunni,“ segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar. Í skýrslunni er einnig fjallað um hlutverk lögreglu og að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Þá skuli lögregla aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði verður ekki náð með öðru og vægara móti og skal þess gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Engar vísbendingar um refsiverða háttsemi Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að af þeim upptökum sem nefndin hafi undir höndum af vettvangi verði ekki annað séð en að aðgerðir lögreglu samræmist skyldum hennar, þar með talið þegar piparúða var beitt. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að enginn mótmælandi hafi slasast og að af skoðun myndefnis verði ekki annað ráðið en að lögreglumenn hafi gætt stillingar á vettvangi og gætt þess að mótmælendur yrðu ekki fyrir tjóni umfram það sem óhjákvæmilegt væri miðað við aðstæður. „Telur nefnd um eftirlit með lögreglu að lögreglan hafi ekki gengið lengra en nauðsyn krafði við störf sín í umrætt sinn og því hafi meðalhófs verið gætt.“ Þá kemur fram að með hliðsjón af því sem nefnt er í skýrslunni og þeim gögnum sem nefndin hafi undir höndum séu ekki upp vísbendingar um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu. Nefndin telur því ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna erindisins. Skýrslan í heild
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira