Sport

Odda­leikur um Stanl­ey bikarinn í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Edmonton Oilers fagna sigrinum í nótt en þeir eru enn á lífi í úrslitaeinvíginu.
Leikmenn Edmonton Oilers fagna sigrinum í nótt en þeir eru enn á lífi í úrslitaeinvíginu. Getty/Peter Joneleit

Florida Panthers mistókst í nótt að tryggja sér NHL titilinn í þriðja leiknum í röð. Það verður því hreinn úrslitaleikur um Stanley bikarinn í næsta leik.

Edmonton Oilers lenti 3-0 undir í úrslitaeinvíginu en hefur nú náð að jafna metin. Edmonton vann leikinn 5-1 í nótt en hafði unnið leikina á undan 5-3 og 8-1.

Leikmenn Oilers skoruðu aðeins eitt mark samanlagt i fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígsins en hafa nú skorað átján mörk í síðustu þremur leikjum.

Edmonton Oilers getur orðið aðeins annað liðið í sögunni til að vinna titilinn eftir að hafa lent 3-0 undir í úrslitaeinvíginu. Það gerðist í fyrsta og eina skiptið þegar Detroit Red Wings vann Stanley bikarinn árið 1942.

Síðan eru liðin 82 ár en sagan gæti endurtekið sig í næsta leik. Úrslitaleikurinn um titilinn fer fram í Amerant Bank Arena, heimavelli Florida Panthers, á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×