Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 14:20 Innbrotsþjófarnir virtust ekki kippa sér upp við eftirlitsmyndavélina. Skjáskot Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira