Enn eitt EM-metið til Ronaldo Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 22:01 Cristiano Ronaldo er að leika á EM í sjötta sinn. Enginn leikmaður hefur leikið það eftir vísir/Getty Hinn 39 ára Cristiano er að leika á lokakeppni Evrópumótsins í fimmta sinn á ferlinum en hann er eini leikmaðurinn sem hefur farið svo oft á EM. Hann fór á sitt fyrsta lokamót með portúgalska landsliðinu 2004 og hefur síðan þá sankað að sér ýmsum metum. Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Ronaldo hefur verið duglegur við að leggja upp mörk á þessum mótumog lagði eitt slíkt upp í dag þegar Bruno Fernandes skoraði í autt mark Tyrklands. Þetta var áttunda stoðsending Ronaldo á EM og jafnar hann þar með met Karel Poborský. Til að eiga metið einn verður hann að leggja upp að minnsta kosti eitt mark til í sumar. Það kemur sennilega engum á óvart að Ronaldo er markahæstur í sögu EM, með 14 mörk. Næstur á lista er hinn franski Michel Platini með níu mörk. Hann er auðvitað löngu hættur svo að metið er sennilega ekki í hættu næstu árin. Most goals in the history of the Euros: 14 Most assists in the history of the Euros: 8 Cristiano Ronaldo 🫡 pic.twitter.com/HNOMvsFL4x— B/R Football (@brfootball) June 22, 2024 Þá er Ronaldo einnig markahæstur í öllum leikjum EM, þ.e. ef undankeppnin er talin með, með 55 mörk. Harry Kane kemur næstur með 28 og Robert Lewandowski og Romelu Lukaku eru báðir með 27. Fleiri met í sjónmáli? Ronaldo gæti sett í það minnsta þrjú met enn á mótinu núna, nánast bara vegna aldurs. Til þess þarf þó eitt og annað að ganga upp hjá liðinu. Ef Ronaldo skorar á mótinu verður hann elsti markaskorarinn en Ivica Vastic frá Austurríki var 38 ára og 257 daga gamall þegar hann skoraði á EM 2008. Ef Portúgal kemst í úrslit verður hann elsti leikmaðurinn til að spila úrslitaleik, að því gefnu að Pepe taki ekki þátt, en Pepe er 41 árs. Ef liðið kemst í úrslit og Ronaldo skorar þar verður hann sömuleiðis elsti markaskorarinn í úrslitaleik mótsins. Það eiga þó eflaust nokkrir leikmenn möguleika á því meti, en Leonardo Bonucci var 34 ára og 71 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum 2020.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira