Innlent

Eyra bitið af manni í stór­felldri líkams­á­rás í nótt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lögreglan handtók tvo í Reykjavík vegna stórfelldrar líkamsárásar og svo í Hafnarfirði eða Garðabæ vegna meiriháttar líkamsárásar.
Lögreglan handtók tvo í Reykjavík vegna stórfelldrar líkamsárásar og svo í Hafnarfirði eða Garðabæ vegna meiriháttar líkamsárásar. Vísir/Vilhelm

Tveir voru handteknir í gær eða nótt vegna stórfelldrar líkamsárásar þar sem eyra var bitið af manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvar eða hvenær árásin átti sér stað en málið er skráð hjá lögreglunni á Hverfisgötu.

Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ handtók líka tvo menn vegna meiriháttar líkamsárásar en þeir voru lausir úr haldi í morgun.

Lögreglan sinnti, samkvæmt dagbókinni, fjölda annarra verkefna í nótt. Einhverjir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Lögreglan setti upp eftirlit í Kópavogi og á Vesturlandsvegi í nótt.

Þá var eitthvað um hávaðatilkynningar og tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi. Þá hafði lögregla einnig afskipti af leigubifreið sem hafði forgangsljós í rúðunni.


Tengdar fréttir

Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn

Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel.

Ók í gegnum grindverk heimahúss og fannst skammt frá

Lögreglunni var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi í gærkvöldi í nótt. Einn var slasaður eftir slagsmálin og var sá fluttur á slysadeild. Einn var handtekinn vegna málsins, grunaður um alvarlega líkamsárás.

Tilkynnt um ungmenni með byssur í 101

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í dag vegna ungmenna með byssur í miðborg eða Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Í dagbók lögreglu segir að komið hafið svo í ljós að um var að ræða krakka í „byssu og bófa leik“. Lögreglan sinnti fjölda annarra verkefna í dag varðandi ýmis mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×