Sport

Settu báðar móts­met á leiðinni að gullinu á Gíbraltar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Kristín Kristjánsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir áttu báðar flottan dag í sólinni á Gíbraltar.
Birna Kristín Kristjánsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir áttu báðar flottan dag í sólinni á Gíbraltar. FRÍ

Íslenska frjálsíþróttafólkið vann sjö gullverðlaun á Smáþjóðameistaramótinu á Gíbraltar í gær.

Íslenski hópurinn vann alls níu verðlaun því eitt silfur og eitt brons kom líka í hús í sólinni á Gíbraltar.

Tvær íslenskar konur settu mótsmet á leið sinni að gullverðlaununum.

Birna Kristín Kristjánsdóttir vann langstökkið með stökki upp á 6,46 metra sem er ekki bara mótsmet heldur einnig aldursflokkamet í flokki 23 ára og yngri. Frábær stökk hjá henni.

Ingibjörg Sigurðardóttir setti líka mótsmet þegar hún vann 400 metra grindahlaup kvenna á tímanum 60,22 sekúndum. Mjög vel gert.

Birta María Haraldsdóttir vann hástökkið með því að fara yfir 1,85 metra og átti síðan mjög góðar tilraunir við 1,89 metra sem hefði verið Íslandsmet. Það er því væntanlega ekki langt í að það 34 ára gamla met falli sem er 1,88 metrar.

Guðni Valur Guðnason sigraði í kringlukasti þegar hann kastaði kringlunni 60,40 metra.

Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup á 53,20 sekúndum.

Júlía Kristín Jóhannesdóttir vann 100 metra grindahlaup kvenna á tímanum 14,36 sekúndum.

Andrea Kolbeinsdóttir, sem var síðasti Íslendingurinn inn á völlinn, en fyrst í mark á tímanum 17:13,55 mínútum og sigraði 5000 metra hlaupið með þó nokkrum yfirburðum.

Auk þeirra náði Erna Sóley Gunnarsdóttir silfri í kúluvarpinu þar sem hún kastaði lengst 17,23 metra og Embla Margrét Hreimsdóttir náði bronsi í 1500 metra hlaupi þegar hún kom í mark á 4:50:41 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×