Fótbolti

Nist­el­rooy orðaður við þjálfara­stöðu hjá United

Siggeir Ævarsson skrifar
Nistelrooy þegar hann stjórnaði U19 liði PSV
Nistelrooy þegar hann stjórnaði U19 liði PSV EPA/VICTOR LERENA

Hinn hollenski Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United, er nú orðaður við þjálfarastöðu hjá félaginu. Sjálfur lagði Nistelrooy skóna á hilluna 2012 en hefur sinnt ýmsum þjálfarastöðum í heimalandi sínu síðan 2014.

Nistelrooy, eða Rutgerus Johannes Martinus van Nistelrooij eins og hann heitir fullu nafni, stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og nældi í tvo titla en sagði svo upp störfum eftir tímabilið sökum samskiptaörðugleika. 

Nú er hann orðaður við endurkomu í enska boltann en Nistelrooy lék með Manchester United á árunum 2001-2006 þar sem hann skoraði 150 mörk í 219 leikjum. Hann yrði þá hluti af þjálfarateymi Erik ten Hag, en teymið kann að taka einhverjum breytingum í sumar.

Fyrir eru á svæðinu bæði Darren Fletcher og Benni McCarthy en einhverjar getgátur eru á lofti um að Nistelrooy sé ætlað að lesa McCarthy af hólmi. 

Þjálfarastaðan hjá United er þó ekki eina starfið sem er í kortunum á Englandi hjá Nistelrooy en hann er einnig sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Burnley. Ákvörðunin er hans og er hennar að vænta í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×