Komu slösuðum skipverja til bjargar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 11:54 Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út vegna slyssins við Neskaupstað. Landsbjörg Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað og á Patreksfirði voru kölluð út í nótt og snemma í morgun til aðstoða tvo fiskibáta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út klukkan hálf fimm í nótt vegna skipverja á fiskibát sem hafði slasast á fæti og var ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar. Maðurinn hífður upp í þyrlu Sjúkraflutningamaður var um borð í björgunarskipinu en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Hafbjörg var komin að bátnum rétt fyrir klukkan sex í morgun en einn úr áhöfn skipsins tók þá við stjórn fiskibátsins á meðan hlúið var að skipverjanum sem var hífður um borð í þyrluna um klukkan sjö í morgun. „Hafbjörg og fiskibáturinn tóku þá stefnuna til Neskaupstaðar en TF Eir flaug til Egilsstaða þar sem tekið var eldsneyti. Þyrlan flaug svo áfram með sjúklinginn til Reykjavíkur til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni. Fiskibáturinn togaður í höfn Klukkan hálf sjö í morgun var björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði kallað út vegna fiskibáts sem hafði fengið rekalda í skrúfu bátsins og gat þar af leiðandi ekki haldið áfram veiðum. Fiskibáturinn var staddur í mynni Patreksfjarðar en vel gekk að koma taug á milli skipanna. „Vörður II tók stefnuna inn til Patreksfjarðar með bátinn í togi og kom inn til hafnar nú rétt upp úr klukkan níu.“ Fiskibáturinn var togaður í höfn.Landsbjörg Fiskibátur missti stýri Um tvö leitið í nótt var björgunarsveitin Bára á Djúpavogi jafnframt kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst stýri rétt austur af Papey. Björgunarstarf gekk vel en björgunarsveitin tók bátin í tog og voru komin að bryggju um hálf fimm í nótt. „Þetta var annað útkall Báru á stuttum tíma því seinni partinn í gær var sveitin einnig kölluð út vegna einstaklings sem hafði fallið á reiðhjóli og handleggsbrotnað inn í Hamarsdal. Björgunarfólk fór ásamt sjúkraflutningum og flutti viðkomandi fram dalinn og í sjúkrabíl.“ Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað var kallað út klukkan hálf fimm í nótt vegna skipverja á fiskibát sem hafði slasast á fæti og var ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar. Maðurinn hífður upp í þyrlu Sjúkraflutningamaður var um borð í björgunarskipinu en þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Hafbjörg var komin að bátnum rétt fyrir klukkan sex í morgun en einn úr áhöfn skipsins tók þá við stjórn fiskibátsins á meðan hlúið var að skipverjanum sem var hífður um borð í þyrluna um klukkan sjö í morgun. „Hafbjörg og fiskibáturinn tóku þá stefnuna til Neskaupstaðar en TF Eir flaug til Egilsstaða þar sem tekið var eldsneyti. Þyrlan flaug svo áfram með sjúklinginn til Reykjavíkur til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni. Fiskibáturinn togaður í höfn Klukkan hálf sjö í morgun var björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði kallað út vegna fiskibáts sem hafði fengið rekalda í skrúfu bátsins og gat þar af leiðandi ekki haldið áfram veiðum. Fiskibáturinn var staddur í mynni Patreksfjarðar en vel gekk að koma taug á milli skipanna. „Vörður II tók stefnuna inn til Patreksfjarðar með bátinn í togi og kom inn til hafnar nú rétt upp úr klukkan níu.“ Fiskibáturinn var togaður í höfn.Landsbjörg Fiskibátur missti stýri Um tvö leitið í nótt var björgunarsveitin Bára á Djúpavogi jafnframt kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst stýri rétt austur af Papey. Björgunarstarf gekk vel en björgunarsveitin tók bátin í tog og voru komin að bryggju um hálf fimm í nótt. „Þetta var annað útkall Báru á stuttum tíma því seinni partinn í gær var sveitin einnig kölluð út vegna einstaklings sem hafði fallið á reiðhjóli og handleggsbrotnað inn í Hamarsdal. Björgunarfólk fór ásamt sjúkraflutningum og flutti viðkomandi fram dalinn og í sjúkrabíl.“
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira