Hjólabrautin búin að liggja eins og hráviði í tvær vikur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 13:58 Hjólabrautin liggur núna á malarplaninu á Klambratúni. Facebook Hjólabrautin sem var áður á Miðbakka í Reykjavík liggur nú á víð og dreif á malarplani á Klambratúni. Hún var fjarlægð fyrir um tveimur vikum þegar að parísarhjólið var sett upp á höfninni. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina. Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að til hafi staðið að setja hjólabrautina upp um leið og búið var að flytja hana á svæðið. Þegar þangað var komið sáu þau þó að undirlagið á svæðinu hentaði ekki fyrir hjólabrautina. Tilbúið í næstu viku „Það átti að flytja hana og setja hana strax upp. Við héldum að þetta væri einfaldara en svo kom í ljós að það þurfti að fara í smá vinnu við að undirbúa undirlagið. Meira en við áttum von á.“ Búið er að ráða verktaka til að taka við verkefninu og hefst vinnan sem fylgir því í dag. Hjólabrautin verður tilbúin til notkunar í næstu viku og jafnvel fyrr. Hjólabrautin mun aðeins standa tímabundið á Klambratúni en hún verður færð aftur á Miðbakka þegar að parísarhjólið verður tekið niður. „Það er einhver peningur sem fer í bæði flutninginn og uppsetninguna, það liggur ekki fyrir nákvæmlega hve mikið en þetta er ekkert verulegt,“ segir hún og bætir við að framkvæmdirnar séu lítilsháttar. Slysahætta vegna brautarinnar Athygli var vakin á málinu með færslu í Facebook-hóp fyrir íbúa í Hlíðunum en þar var gagnrýnt að hjólabrautin væri skilin eftir í umræddu ástandi. Í færslunni er ýjað að því að ekki hafi verið gert ráð fyrir fjármagni fyrir brautina og bent á að af henni stafi talsverð slysahætta. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, var fljótur að svara færslunni og þakkaði fyrir ábendinguna. Hann sagðist ætla kanna hvers vegna samsetningu hjólabrautarinnar væri ekki lokið og ítrekaði að parísarhjólið væri tekjulind fyrir borgina en Reykjavíkurborg stendur ekki undir neinum kostnaði vegna þessa. Eva segir að ráðning verktakans hafi ekki verið til að bregðast við færslunni enda hafi alltaf legið fyrir að reisa hjólabrautina með viðunandi hætti á svæðinu. Hún telur að tekjurnar frá parísarhjólinu komi til móts við kostnað við að setja saman hjólabrautina.
Reykjavík Borgarstjórn Hjólabretti Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira