Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2024 07:01 Gugga hefur í sex ár selt allskyns Gatsby tengdan varning. Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. „Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“ Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira