FA gagnrýnir reglugerð Willums Þórs harðlega Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 16:34 Willum Þór og Ólafur Stephensen sem er allt annað en ánægður með nýjasta útspil Framsóknarmanna sem vilja nú láta kné fylgja kviði í baráttu sinni við tóbakið. Nú vilja þeir pakka fyrirbæri sem má ekki sjást í einsleitar umbúðir. vísir/Vilhelm/Egill Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira