Sport

Segir son sinn hafa svipt sig lífi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Roy Jones Jr. missti son sinn um helgina.
Roy Jones Jr. missti son sinn um helgina. Lewis Storey/Getty Images

Hnefaleikakappinn fyrrverandi Roy Jones Jr. tilkynnti um helgina að sonur hans DeAndre hafi svipt sig lífi. 

Hinn 55 ára gamli Jones Jr. var á sínum tíma með betri hnefaleikaköppum heims. Hann hefur beðið um frið og tíma svo fjölskyldan geti syrgt DeAndre sem var 32 ára gamall.

„Ég er þakklátur guði að hafa leyft mér að koma heim á föstudagskvöld og eyða síðustu nótt ævi hans með mér og fjölskyldunni. Ég veit að mikið af fólki er að glíma við ýmis vandamál en ekkert er þess virði að taka eigið líf,“ sagði Jones Jr. á Twitter-síðu sinni.

Jones Jr. vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Seúl árið 1988. Hann keppti síðast í hnefaleikum í apríl á síðasta ári þegar hann tapaði gegn Sergio Pettis.

Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×