Innlent

Eldur í fjöl­býlis­húsi á Akra­nesi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er á vettvangi.
Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Mynd/Katla Rún

Töluverður viðbúnaður er á Akranesi vegna elds í fjölbýlishúsi. Eldurinn var á fyrstu hæð í þriggja hæða blokk á Akranesi. Enginn var heima í íbúðinni sem eldurinn var í. Tveir voru heima í öðrum íbúðum en eru ekki slasaðir. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta húsið. 

„Það fór eins vel og það gat,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Tveir íbúar á efstu hæð hafi verið fluttir út með stigabíl. Þeir voru báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til aðhlynningar.

Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins segir Jens Heiðar en slökkvilið sé nú að reykræsta.

Slökkvilið að störfum á Akranesi í dag.Mynd/Katla Rún

Tilkynnt er um eldinn um klukkan tíu samkvæmt Jens. Blokkin er nálægt slökkvistöðinni og því var slökkvilið fljótt á vettvang.

„Þetta gekk vel og hratt fyrir sig. Stigagangurinn var tæmdur vegna mikils reyks. Íbúðin er gjörónýt,“ segir Jens að lokum.

Slökkvilið notaði stiga til að komast að íbúðum á efri hæðum.Mynd/Katla Rún
Mikinn reyk lagði frá húsinu eftir að það kviknaði í.Aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×